Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1968, Side 74

Læknablaðið - 01.04.1968, Side 74
90 LÆKNABLAÐIÖ lífinu, svo og því, að erfitt er að sjá, hvað fram undan er í verðlags- málum yfirleitt. Domus Medica Svo sem venja er til, mun Bjarni Bjarnason, formaður stjórnar Domus Medica, flytja skýrslu um stofnunina á aðalfundi. Á liðnu starfsári, má segja, að skipti stjórnar Domus Medica og Læknafélags Reykjavíkur hafi verið allgóð. Hinu ber ekki að leyna, að nokkurs skoðanamunar hefur gætt hjá stjórnum læknafélaganna annars vegar og stjórn Domus Medica hins vegar um ýmis atriði, er varða þessi skipti. Telja stjórnir læknafélaganna, að þeim beri meiri íhlutunarréttur um stjórn hússins en segir í núverandi reglugerð. Reglu- gerðin um sjálfseignarstofnunina Domus Medica er hins vegar lítið sveigjanleg, og eini réttur, sem læknafélögin hafa í sambandi við af- skipti af stjórn Domus Medica, eru þau, að þau hafa rétt til að sam- þykkja eða neita að samþykkja þá menn í stjórn Domus Medica, sem reglulega eiga að ganga úr ár hvert. Stjórn Domus Medica ber að tilkynna læknafélögunum um kjör þessara manna og senda tillögur um kjörið, áður en kosning fer fram. í tilefni síðustu kosningar í stjórn Domus Medica, sem stjórnir L. í. og L. R. samþykktu, var stjórn Domus Medica skrifað bréf, þar sem þess var farið á leit, að gerð yrði breyting á reglugerð Domus Medica á þá lund, að stjórnir læknafélaganna ættu alltaf að minnsta kosti einn fastan fulltrúa í stjórn Domus Medica. Þá hefur nokkuð verið um það rætt, í hvaða formi framlag læknafélaganna til Domus Medica ætti að vera. Virðist nú svo sem samkomulag muni nást um, að framlagið skoðist framvegis sem lán til Domus Medica, og verði sett .sérstök ákvæði um greiðslur og vaxtakjör. Lífeyrissjóður Eins og félagsmönnum mun kunnugt, var stofnaður lækna Lífeyrissjóður lækna í árslok 1966, Á stofnfundi sjóðs- ins, sem haldinn var miðvikudaginn 28. des. 1966, var kosin bráðabirgðastjórn, sem starfa skyldi til aðalfundar hans. í stjórn voru kosnir þeir Arinbjörn Kolbeinsson, Páll Sigurðsson og Kjartan Jóhannsson, en sömu aðilar skipuðu nefnd þá, er unnið hafði að undir- búningi sjóðsins og að tryggingarmálum lækna yfirleitt. Aðalverkefni bráðabirgðastjórnarinnar var að fá reglugerð þá um sjóðinn staðfesta, er lögð hafði verið fram á stofnfundi hans og samin hafi verið af Guðjóni Hansen tryggingarfræðingi. Það var því fyrsta verk stjórnarinnar að senda fjármálaráðherra reglugerðina til athugunar og staðfestingar, en staðfesting ráðherra á reglugerðinni felur aðal- lega 1 sér tvennt, annars vegar að flytja má í sjóðinn innistæður úr öðrum lífeyrissjóðum, bæði framlag launagreiðenda og vinnuveit- enda, og hins vegar, að iðgjald til sjóðsins fæst frádregið tekjum til skatts og útsvar.s, þó að ákveðnu hámarki. Ráðherra sendi sérfræðingi fjármálaráðuneytisins í tryggingar- málum, Guðmundi K. Guðmundssyni tryggingarfræðingi, reglugerðina til athugunar, og gaf hann umsögn um reglugerðina, sem var á þann veg, að hann sæi ekki ástæðu til að staðfesta þennan lífeyrissjóð. Til- greindi hann nokkrar ástæður, en helztar voru þær, að óvenjulegt væri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.