Læknablaðið - 01.04.1968, Síða 76
92
LÆKNABLAÐIÐ
Stjórn Lífeyrissjóð.sins ákvað á fundi sínum hinn 15. okt. að hefja
útlán úr sjóðnum, og skyldu þau vera í víxilformi, þ. e. a. s. lán til
skamms tíma, en skv. reglum sjóðsins verða þó slík lán að vera tryggð
með veði í fasteign. Bréf um þetta efni var sent sjóðfélögum 1. nóv.
1967, og skyldi umsóknum um lán skilað á skrifstofu læknafélaganna.
Lánsumsóknum þessum þurfti að fylgja annars vegar veðbókarvottorð
fyrir þá eign, sem lánið skyldi tekið út á, og hins vegar brunabótamat
fyrir sömu eign. Afgreiddar hafa verið 15 lánsumsóknir, þ. e. a. s.
allra þeirra, sem sóttu um lán úr sjóðnum, og hefur sjóðurinn þannig
bætt úr brýnni þörf lækna, sem hafa þurft á skyndilánum að halda.
Vonir standa til, að sjóðurinn geti farið að veita hærri lán og til
lengri tíma eftir tvö til þrjú ár, en ekki er vitað, hvað sú upphæð
verður há.
Til glöggvunar skal tekið fram, að ekkert er því til fyrirstöðu,
að læknar séu bæði í Elli- og örorkutryggingarsjóði lækna og hinum
nýstofnaða Lífeyrissjóði lækna, en þeir, sem vinna eftir samningum
við sjúkrasamlög og Tryggingarstofnun, verða að láta stjórnir lífeyris-
sjóðanna vita, í hvorn sjóðinn iðgjöld þau eiga að renna, sem koma
inn þeirra vegna. Þetta verður bezt gert með því að tilkynna bréflega
í þríriti skrifstofu læknafélaganna, hvort óskað er eftir, að iðgjöld af
læknisstörfum renni í Lífeyrissjóð lækna eða Elli- og örorkutryggingar-
sjóð lækna, og mun skrifstofan þá senda eitt eintak sjúkrasamlaginu
og annað Elli- og örorkutryggingarsjóði lækna, ,svo að enginn vafi
leiki á þvi, hvert iðgjöldin eiga að renna.
Nokkrir héraðslæknar hafa gerzt aðilar að sjóðnum, svo og nokkrir
læknar við nám eða vinnu erlendis.
Hóptryggingar Samningur sá, sem Læknafélag Reykjavikur gerði á
lækna síðastliðnu ári við tryggingarfélagið Förenada Liv í
Svíþjóð, rann út í árslok 1967. Fyrirtækið hafði þá
lýst yfir því, að það óskaði ekki eftir að endurnýja þann samning, og
ákvað stjórn Læknafélagsins að leita fyrir sér um sams konar trygg-
ingar á öðrum markaði. Var því haft samband við íslenzku tryggingar-
félögin, en vitað var, að í undirbúningi var ein.s konar samsteypa
íslenzku líftryggingarfélaganna í því skyni að koma á hóptryggingu
hér á landi. Einnig barst Læknafélaginu vitneskja um, að Hagtrygging
h.f. væri að leita fyrir sér um hóptryggingar, endurtryggðar á erlendum
markaði. En Hagtrygging hafði haft milligöngu um þær tryggingar,
sem Læknafélagið hafði hjá Förenada Liv.
Skömmu fyrir áramót 1967 voru boðaðir á fund stjórnar Lækna-
félags Reykjavíkur fulltrúar frá Hagtryggingu h.f. og samsteypu líf-
tryggingarfélaganna, þeirri sem áður getur. Kom þá í ljós, að Hagtrygg-
ing h.f. hafði ákveðið tilboð fram að færa um hóptryggingar, áþekkar
þeim, sem höfðu áður verið í gildi, en samsteypa sú, sem íslenzku
liftryggingarfélögin stóðu að, höfðu ekki ákveðið tilboð í sjúkratrygg-
ingar, aðeins í líftryggingar og slysatryggingar.
Tilboð þessi voru lögð fyrir sérfræðing Læknafélagsins í trygg-
ingarmálum, Guðjón Hansen, og taldi hann að athuguðu máli, að rétt
væri að ganga að tilboði Hagtryggingar h.f., að minnsta kosti með