Læknablaðið - 01.04.1968, Side 77
LÆKNABLAÐIÐ
93
þann hóp, sem áður hafði verið í tryggingu hjá Förenada Liv, þannig
að tryggingin rofnaði ekki. Síðar mætti athuga, þegar fyrir lægju
gleggri skilmálar hjá samsteypu líftryggingarfélaganna, hvort ekki
væri rétt að taka einnig hjá þeim tryggingu fyrir nýjan hóp, eða skipta
tryggingunum milli Hagtryggingar h.f. og áðurnefndrar samsteypu.
Stjórn Læknafélags Reykjavíkur ákvað því að taka tilboði Hag-
tryggingar h.f. um hóptryggingu fyrir lækna, og byrjað var á að
tryggja þann hóp, sem áður hafði verið í hóptryggingunni hjá Förenada
Liv, þ. e. a. s. hóp sjúkrahúslækna. Jafnframt var hafinn undirbún-
ingur að því að mynda nýjan hóp starfandi sérfræðinga í bænum, og
dróst það nokkuð vegna þess, hvað eyðublöð komu seint frá tryggingar-
félaginu, þannig að sú trygging tók ekki gildi fyrr en 1. marz sl.
Málin standa því þannig, að nú eru í tryggingu um 70 læknar á
vegum Læknafélagsins, en unnið er að áframhaldandi tryggingu, og
er þess vænzt, að sem flestir læknar sjái sér fært að taka þátt í
þessum tryggingum, þar sem þær munu án efa vera þær hagstæðustu,
sem völ er á hér á landi.
Hér á eftir fara skilmálar þeir, sem gilda um hóptryggingu lækna
hjá Hagtryggingu h.f.:
Bœtur:
Líftrygging kr. 1.000.000.00, sem greiðist við dauðsfall.
Slysatrygging kr. 850.000.00, sem greiðist við 100% örorku, og
hlutfallslega við minni örorku.
Sjúkratrygging kr. 20.000.00 á mánuði í þrjú ár, að frádregnum
biðtíma, sem er einn mánuður.
Iðgjald fyrir ofangreinda tryggingu er nálægt kr. 9.000.00 á ári
og greiðist ársfjórðungslega.
Iðgjald fyrir hóp þann, er þegar hefur verið tryggður (þ. e. sjúkra-
húslækna), er kr. 8.690.00, en getur breytzt til hækkunar eða lækkunar
eftir aldursdreifingu eða heilsufarsyfirlýsingum félaga nýrri hópa,
sem myndaðir kunna að verða. Stefnt er að því, að L. R. eða jafnvel
L. í. verði tryggingartaki, og má þá e. t. v. vænta hagstæðari iðgjalda.
Skilmálar:
Hér fer á eftir mjög stuttur útdráttur úr skilmálum úm hóptrygg-
inguna, en skilmálarnir í heild, sem eru um 17 vélritaðar síður, liggja
frammi á skrifstofu læknafélaganna til athugunar fyrir félagsmenn.
Líftrygging:
Greiðsla fer fram, ef tryggingartaki deyr á tryggingartímabilinu.
Hver tryggður einstaklingur telst tryggingartaki að tryggingunni á lífi
sínu. Bótaþegi er maki hins tryggða, ef um er að ræða, annars erfingjar
hans. Sé óskað eftir því, að upphæðinni verði ráðstafað á annan hátt,
þarf að leggja inn sérstaka skriflega beiðni í þá átt.
Slysatrygging:
Ef um varanlega örorku er að ræða vegna slyss eða lömunarveiki,
greiðist ákveðin upphæð í hiutfalli við örorkustigið. Við slys eða tann-