Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 81

Læknablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ 95 stjórnar Læknafélags Reykjavíkur. Verður það verkefni næstu stjórnar að halda fast fram þeirri stefnu, sem núverandi stjórn og meðstjórn hafa þegar markað í þessu máli, því að telja verður það mikið spor aftur á bak í læknisþjónustumálum borgarinnar, ef setja verður upp sérstaka miðstöð fyrir vaktlæknaþjónustuna í bænum. Gjald fyrir Þegar gjald fyrir símlyfseðla hækkaði úr kr. 10.00 í kr. símlyfseðla 25.00 um síðastliðin áramót, óskuðu apótekarar eftir breyttu fyrirkomulagi á innheimtu gjalds fyrir símlyf- seðla. Formaður L. R. og stjórn heimilislæknafélagsins ræddi þá við fulltrúa frá apótekurum, og síðar var rætt við Gunnar Möller, forstjóra S. R., og náðist samkomulag, sem er í aðalatriðum eftirfarandi: Læknar þurfa nú ekki að undirrita símlyfseðla, og er það með samþykki landlæknis. Apótekarar senda lyfseðla vikulega til S. R., sem svo getur sent einstaka símlyfseðla til viðkomandi læknis tii áritunar, ef ástæða þykir til. Apótekarar skuldbinda sig til að standa skil á gjaldinu fyrir símlyfseðla á þriggja mánaða fresti, hafi læknir- inn eigi sjálfur vitjað gjaldsins fyrir þann tíma, þó þannig, að upphæðin hafi náð kr. 1000.00. Nái gjaldið samtals ekki kr. 1000.00 yfir árið, greiðist það aðeins í árslok, nema læknirinn vitji þe&s sjálfur. Sam- komulag þetta var gert við apótekara í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar- firði og undirritað 29. janúar 1968. Verkefni Um það var getið 1 síðustu ársskýrslu stjórnar L. R., að fram undan starfsár það, sem hún fjallaði um, hefði mótazt verulega af launadeilu sjúkrahúslækna. Segja má, að það starfsár, sem nú er liðið, hafi nokkuð mótazt af stríðsþreytu eftir átök þessi. í upphafi kjaradeilunnar var það ásetningur þeirra lækna, sem að henni stóðu, og stjórnar Læknafélags Reykjavíkur, að fylgjast skyldu að launakjör og starfsaðstaða. Þes.si atriði varð þó að skilja að, sökum þess að ekki var til sömu aðila að sækja, og enn fremur sökum þess, að læknar viðurkenndu, að ýmislegt það, er varðaði starfsaðstöðuna, mundi taka verulegan tíma að framkvæma. Raunin hefur hins vegar orðið sú, að sá róður hefur orðið allþungur. Það, sem áunnizt hefur, er, að læknaráð hefur „de facto“ verið stofnað á Landspítalanum og Rannsóknarstofu Háskólans. í ráði þessu eiga sæti allir sérfræðingar spítalans, aðstoðarlæknar og fulltrúar kandídata ásamt yfirlæknum. Læknaráðið hefur samið drög að reglu- gerð fyrir starfsemi sína, sem send hafa verið heilbrigðismálaráðherra, en afgreiðsla þeirrar reglugerðar hefur dregizt mjög úr hömlu af ýmsum ástæðum, sem of langt yrði að rekja hér. Það verður eitt af verkefnum næstu stjórnar Læknafélags Reykjavíkur að styðja við bakið á læknum Landspítalans til að flýta fyrir því, að reglugerðin um læknaráð verði staðfest af hlutaðeigandi yfirvöldum, og verður að teljast vafasamt, að þeir muni sætta sig við að halda áfram störfum, ef staðfesting fæst ekki á reglugerðinni. Annar árangur af baráttu lausráðinna lækna fyrir bættri starfs- aðstöðu er sá, að í smíðum eru mörg læknaherbergi í byggingu Land- spítalans. Þessi læknaherbergi munu væntanlega verða tilbúin á þessu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.