Læknablaðið - 01.04.1968, Blaðsíða 88
102
LÆKNABLAÐIÐ
3) Erfitt getur verið að finna minni háttar stækkun á skjald-
kirtli meðal fólks, sem „normalt“ hefur lítinn skjaldkirtil, svo
sem er á íslandi. Ósennilegt er, að þetta sé skýringin á ofan-
greindum niðurstöðum, þar eð sama hlutfall fannst hjá óþung-
uðum konum hér á landi.
4) Joð-„clearance“ í skjaldkirtli eykst við barnsþunga hjá skozk-
um konum, en ekki á íslandi. Kemur þetta og heim við það,
að kirtillinn stækkar ekki merkjanlega á íslandi við barns-
þunga.
5) Tiltölulega mikið joðmagn í fæðu íslendinga er staðfest með
því, að þar finnst aukið magn ólífræns joðs í plasma óþungaðra
íslenzkra kvenna borið saman við skozkar konur. Sömuleiðis
styðja rannsóknir Alexanders o. fl„ sem fyrr er getið, þessa
skoðun.
6) Ólífrænt joð er aukið hjá barnshafandi konum, bæði í Skot-
landi og á íslandi, en verulega minna á íslandi. Þetta fer saman
með auknu joð-„space“ og auknum nýrna-„clearance“.
7) Joð-„clearance“ í skjaldkirtli vex ekki við barnsþunga á ís-
landi, en aftur á móti í Skotlandi. Þetta bendir á mismunandi
joð-,,homeostasis“ í þessum löndum.
Niðurstaðan 1) Væri rétt að gefa barnshafandi konum í Skotlandi
vekur upp tvær aukinn skammt af joði? Athuganir Wayne o. fl.
spurningar benda til þess, að þetta myndi verða of seinvirkt,
og bráðabirgðatilraunir á íslandi og Skotlandi
(Tulloch o. fl.) benda til hins sama. Ef svo reynist vera, væri
eina leiðin að bæta joði í fæðu (salt) almennings í Skotlandi.
2) Er sennilegt, að það yrði ábati fyrir móður og barn, ef unnt
reyndist að hindra stækkun skjaldkirtils um meðgöngutíma?
Úr þessu verða frekari rannsóknir að skera. Eitt er víst. Þessar
rannsóknir og ágæt samvinna við hina skozku visindamenn hef-
ur verið ómetanleg hvatning fyrir okkur, sem urðum þess að-
njótandi að vinna með þeim. Er það von mín, að framhald
megi verða á þessu og samvinnan verða sem víðtækust.
(Rækilegri greinargerð fyrir erindi Theódórs birtist í „TheLancet“
1967.)
Fylgiskjal 3
Davíð Davíðsson: Rannsóknir á skjaldkirtli Islendinga
Skjaldkirtillinn er það líffæri okkar, sem einna rækilegast hefur
verið kannað meðal íslendinga. Fyrir liggja ýmsar niðurstöður, sem
sýna, að hann er í ýmsu öðruvísi en gerist meðal grannþjóða okkar, og
skal bent á eftirfarandi:
Kirtillinn er miklu minni að þunga, en joðríkur og því með meira
joðmagn á þungaeiningu. Hann er stærri í fullvöxnum körlum en kon-
um, vaxtarkúrfa hans hjá börnum og unglingum hérlendis er svipuð
því sem gerist, þar sem kirtillinn er stærri.
Geislajoðtaka kirtilsins í heilbrigðum manni er allt að því helm-