Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1968, Page 26

Læknablaðið - 01.12.1968, Page 26
248 LÆKNABLAÐIÐ Frú Edda Björnsson, formaður og fulltrúi Félags læknanema, þakkaði boðið á fundinn og lýsti ánægju sinni yfir, að félaginu væri gefinn kostur á að fylgjast með því, sem helzt er á döfinni í málefnum lækna. Lagði hún áherzlu á, að Félag læknanema vildi helzt hafa einn taxta fyrir staðgengla, er gilti fyrir allt landið, en kvað Félag læknanema vera til viðtals, ef héraðslæknar óskuðu breytinga á gjald- skrá þess. Landlæknir kvað þörf á að koma málum staðgengla á betri grund- völl og lýsti yfir því, að sér væri mjög óljúft að ráðnir yrðu stað- genglar fyrir héraðslækna fyrr en eftir miðhlutapróf; eins yrði að setja fastari reglur um ráðningu staðgengla. Sigmundur Magnússon bar fram fyrirspurn til landlæknis um skyldur heilbrigðisstjórnarinnar við héraðslækna í sambandi við út- vegun staðgengla. Landlæknir svaraði, að samkvæmt lögum ættu héraðslæknar rétt á orlofi, en ekki væri nánar tiltekið um skyldur landlæknis til annars en að auglýsa lausar stöður. Nakkrar umræður urðu um málið. Gjaldskrá Tormaður kvað fyrirhugað, að ein allsherjargjaldskrá yrði samin fyrir alla lækna á landinu. Nýkjörin gjald- skrárnefnd ætti að semja uppkast að gjaldskrá, sem síðan yrði lögð fyrir aðalfund L.í. Aðild L.f. að Formaður kvað L.í. hafa gerzt aðila að „Varúð á „Varúð á vegum“ vegum“ árið 1968, en formlega samþykkt aðalfund- ar vantaði. Greiddar hefðu verið kr. 10.000.00 til samtakanna fyrir undanfarin tvö ár, en væntanlegt gjald mundi verða um kr. 2.000.00 á ári. Tillaga fundarstjóra um aðild L.í. að „Varúð á vegum“ (fsk. 9) var samþykkt mótatkvæðalaust. Þá var gert matarhlé. Könnun á Örn Bjarnason skýrði frá könnun á starfsaðstöðu hér- starfsaðstöðu aðslækna, sem gerð var fyrir atbeina stjórnar L.í. liéraðslækna Send höfðu verið bréf til allra héraðslækna nema í nágrenni Reykjavíkur og á Akureyri, og auk þess voru sendir erindrekar til læknanna. Lýsti Örn árangri könnunarinn- ar. Benti allt til meiri hreyfingar á héraðslæknum næstu árin, og bú- ast mætti við vaxandi héraðslæknaskorti. Helgi Valdimarsson tók undir orð Arnar og benti á, að straum- hvörf hefðu orðið eftir 1956 í aðsókn lækna til héraðslæknisstarfa. Ræddi hann nokkuð um úrbætur og benti á, að hækkuð laun héraðs- lækna nægðu ekki til úrbóta, en líkur væru til, að stofnun læknamið- stöðva myndu leysa vandann að einhverju leyti. Kvað hann nánari skýrslu könnunarmanna vera í vörzlu skrifstofu L.í. Lagði Helgi síðan fram tillögu um áætlun varðandi læknamiðstöðvar (fsk. 10), undirrit- aða auk hans af Erni Bjarnasyni og Gísla Auðunssyni. Miklar umræður urðu um skýrslu nefndarinnar og framtíðar- skipulag heilbrigðisþjónustunnar, og tóku þátt í þeim auk Helga og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.