Læknablaðið - 01.12.1968, Qupperneq 35
LÆKNABLAÐIÐ
253
e) Sjilkrahúsmálanefnd
Þá var samþykkt tillaga þess efnis, að stjórn L.í. setti á laggirnar
nefnd til þess að athuga ástand sjúkrahúsa utan Reykjavíkur og
semja lágmarksstaðal fyrir þau.
í nefnd þessa hafa verið skipaðir af hálfu L.í. Páll Gíslason, Akra-
nesi, Ólafur Sigurðsson, Akureyri, og Jón Þorsteinsson, Reykjavík.
f) Fundarsköp
Tillaga um, að samin verði fundarsköp fyrir aðalfund L.í. var
samþykkt á síðasta aðalfundi.
Stjórnin hefur rætt nokkuð mál þetta, en ekki liggja fyrir tillögur
um nýtt fyrirkomulag, og þarf málið meiri undirbúning. Breyting á
fundarsköpum mundi að öllum líkindum lengja fundarhald nokkuð,
t. d. ef teknar væru upp fastar reglur um nefndastörf.
g) HeilbrigÖisráÖstefna
Á aðalfundi kom fram tillaga frá Páli Gíslasyni, að Læknafélag
íslands beitti sér fyrir því, að haldin yrði ráðstefna um heilbrigðismál.
Stjórn L.í. hóf strax undirbúnir.g að þessu máli að loknum aðal-
fundi, og var undirbúningur vel á veg kominn í október. Hafði þá verið
rætt við allmarga aðila um fyrirkomulag þessa fundar.
Fundurinn var ákveðinn 18. og 19. nóvember og haldinn í Domus
Medica. Til þessa fundar voru boðaðir allir læknar á landinu, sem gátu
komið því við, en auk þess voru eftirtaldir menn eða fulltrúar eftir-
talinna stofnana og félaga boðaðir sérstaklega: landlæknir, borgar-
læknir, tryggingayfirlæknir, heilbrigðismálaráðherra, ráðuneytisstjóri
heilbrigðismálaráðuneytisins, menntamálaráðherra, forseti læknadeild-
ar H.Í., Hjúkrunarfélag íslands, Félag læknanema, Samb. ísl. sveita-
félaga, félagsmálaráðherra, Tryggingastofnun ríkisins, stjórnarnefnd
ríkisspítalanna, Samband sjúkrahúseigenda, Félag sjúkraþjálfara, Fé-
lag meinatækna, Félag sjúkraliða, Rauði Kross íslands, Hjartavernd,
Krabbameinsfélag íslands, Slysavarnarfélag íslands, Öryrkjabandalag
íslands, Tannlæknafélag íslands, Ljósmæðrafélag íslands, Stjórnunar-
félag íslands, heilbrigðis- og félagsmálanefnd e.d. og n.d. Alþingis,
Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur, sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu,
sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sýslumaður Árnessýslu,
sýslumaður Húnavatnssýslu, sýslumaður Skagafjarðarsýslu og sýslu-
maður Þingeyjarsýslu.
Ráðstefnan var haldin í Domus Medica 18,.—19. nóv. 1967. Var
dagskrá hennar á þessa leið:
Laugardagur 18. nóv., kl. 14.00
1. Ráðstefnan sett: Formaður L.Í., Arinbjörn Kolbeinsson.
2. Kosning fundarstjóra og ritara.
3. Ávarp: heilbrigðismálaráðherra, Jóhann Hafstein.
4. Stjórnun heilbrigðismála:
a) landlæknir, Sigurður Sigurðsson,
b) Helgi Þ. Valdimarsson læknir,