Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 72
282
LÆKNABLAÐIÐ
2. grein
Stofnun sjóösins
Stoí'nendur sjóðsins eru 29 læknar, sem áttu í kjaradeilu við ríki
og Reykjavíkurborg fyrri hluta árs 1966.
Stofnfé sjóðsins eru kr. 267.911.00. Höfðu læknarnir lagt þessa
upphæð til hliðar, meðan á deilunni stóð, en ákváðu síðar að gefa hana
til stofnunar þessa sjóðs.
3. grein
Hlutverk sjóösins
Hlutverk sjóðsins er að veita íslenzkum læknum, sem í kjaradeil-
um eiga, fjárhagslegan stuðning, verði þeir fyrir tilfinnanlegri tekju-
rýrnun, meðan á deilunni stendur.
4. grein
Sjóöfélagar
Sjóðfélagar skoðast allir læknar, sem greiða fullt árgjald til síns
svæðafélags.
5. grein
Stjórn sjóösins
Stjórn Læknafélags íslands skipar þrjá lækna í stjórn sjóðsins til
tveggja ára í senn, þar af tvo eftir tilnefningu stjórnar Læknafélags
Reykjavíkur. Skal annar þeirra vera formaður sjóðsins samkvæmt
ákvörðun stjórnar L.í. Hinir tveir stjórnarmeðlimirnir skipta með sér
störfum ritara og gjaldkera. Þrír varamenn eru tilnefndir á sama hátt.
Ekki má endurkjósa sömu menn til sömu starfa í stjórn sjóðsins nema
einu sinni.
Tilnefning í stjórn sjóðsins skal fara fram í marzmánuði.
Fyrsta stjórn sjóðsins skal þannig skipuð, að stofnendur sjóðsins
tilnefna á sameiginlegum fundi einn mann, og skal hann vera formaður
sjóðsstjórnar. Þeir tilnefna og einn til vara. Stjórn L.í. tilnefnir tvo
menn í stjórn, annan eftir tilnefningu stjórnar L.R.
Tveir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
Þessi fyrsta stjórn skal sitja, þar til í marzmánuði 1970. Stjórnin
sér um rekstur sjóðsins samkvæmt reglugerð þessari. Stjórnar-
samþykkt er ekki lögleg, nema a. m. k. tveir stjórnarmenn greiði henni
atkvæði.
Stjórninni er skylt að halda fundargerðarbók og skrá í hana allar
samþykktir sínar og gjörninga.
6. grein
Tekjur sjóösins
Læknafélag íslands skal af hverju árstillagi, sem því berst frá
svæðafélögum, greiða í sjóðinn upphæð, sem svarar til 10% af föstum
árslaunum sérfræðings í hæsta launaflokki samkvæmt gildandi samn-
ingum hverju sinni milli Læknafslags Reykjavíkur og stjórnarnefndar
ríkisspítalanna.
Árslaun sérfræðings miðast við 10 % mánaða vinnu á ári.