Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ
283
L.í. ber ekki að inna þessar greiðslur af hendi fyrir aðra en þá,
sem eru fullgildir sjóðfélagar samkvæmt skilgreiningu 3. gr. þessarar
reglugerðar.
7. grein
Ávöxtun á fé sjóðsins
Stjórn sjóðsins sér um ávöxtun á fé sjóðsins, og skal hann ávaxt-
ast m. a. á eftirfarandi hátt:
1. í bönkum og sparisjóðum samkvæmt ákvörðun laga nr. 69/1941
um sparisjóði.
2. í lánum til skamms tíma til lækna, sem greitt hefur verið ið-
gjald fyrir í sjóðinn og eru fullgildir meðlimir i Læknafélagi íslands.
3. í fasteignaveðslánum til framkvæmda eða stofnana á vegum
læknasamtakanna.
Setur sjóðsstjórn nánari reglur um lánsform og lánakjör.
Stjórn sjóðsins skal ávallt hafa í huga höfuðtilgang sjóðsins sam-
kvæmt 3. gr., og ber því að haga lánveitingum þannig, að féð sé
afturkræft með stuttum fyrirvara. Hún má ekki lána á ári hverju
hærri upphæð samkvæmt 3. lið þessarar greinar en nemur árlegum
greiðslum L.í. í sjóðinn, samkvæmt 1. lið 6. greinar.
8. grein
Styrkveitingar úr sjóðnum
Styrkveitingar úr sjóðnum koma fyrst og fremst til greina í launa-
deilum, sem varða hag og heill allrar læknastéttarinnar og hún stend-
ur að óskipt eða þá stærri hópar innan hennar. Þó kemur einnig til
greina að veita slíkan stuðning einstökum læknum, sem eiga í launa-
deilum, ef sjóðsstjórnin telur, að niðurstaðan geti varðað fleiri lækna.
Einnig er heimilt að veita styrk úr sjóðnum til einstakra lækna
eða læknahópa til náms og vísindaiðkana.
Það er á valdi sjóðsstjórnar að ákveða, hvenær og hve mikinn
fjárhagslegan stuðning skuli veita hverju sinni.
9. grein
Aöalfundur
Aðalfund skal halda ár hvert samtímis aðalfundi L.í. Löglega
kjörnir fulltrúar á aðalfund L.í. skcðast einnig fulltrúar á aðalfund
Styrktarsjóðs lækna. Stjórn sjóðsins skal boða til aðalfundar bréflega
með minnst 14 daga fyrirvara.
Störf aöalf undar:
1. Stjórn sjóðsins gerir grein fyrir störfum sínum milli aðalfunda
og leggur fram endurskoðaða reikninga.
2. Önnur mál.
Einfaldur meirihluti atkvæða nægir til allra samþykkta á aðal-
fundi nema reglugerðarbreytinga, sbr. ákvæði 12. gr. þessarar reglu-
gerðar.