Læknablaðið - 01.12.1968, Blaðsíða 80
286
LÆKNABLAÐIÐ
LÆKNABLAÐIÐ
54. árg. Desember 1968
FELAGSPRENTSMIÐJAN H F.
Að halda góðum sið
Lengi hefur verið reynt að
halda þeim góða sið að birta i
hlaðinu minningargrein um
hvern látinn lœkni.
Ýmsar ástæður liafa legið til
þess, að misjafnlega hefur
gengið að fá menn til að skrifa
eftirmæli, og stundum hefur
dregizt lengur en skyldi, að því
yrði komið í verk.
Ritstjórn blaðsins hefur öðru
hverju rætt þessi minninga-
greinamál. Hún hefur verið ein-
liuga um, að sjálfsagt sé að hirta
minningargreinar eins og jafn-
an áður. En henni er orðið Ijóst,
að þetta verður þó ekki gert
sómasamlega, ef eingöngu er
stuðzl við þann liátt, sem hingað
til hefur tíðkazt. Ritstjórnin
mun því hætta að leita lil
lækna, sem „talið er málið
skylt“. Þess i stað mun hún
sjálf firra Ieiðindum vegna
vanrækslusynda. Þetta verður
gert á þann hátt að hirta minn-
ingarorð, sem verða að mestu
reist á upplýsingum úr hinu
nýja læknatali, sem von er til,
að kqmi út á næstu mánuðum.
Vilmundur Jónsson, fyrrverandi
landlæknir, hefur góðfúslega
veitt leyfi til að nota þessar upp-
lýsingar. Með því að hafa þenn-
an hátt á ætti að vera öruggt,
að öllum sé sómi sýndur og eng-
inn liggi óhætlur hjá garði.
Tekið skal fram, að blaðið
stendur að sjálfsögðu opið
þeim, sem finna livöt lijá sér
til að stinga niður penna um
látinn vin og starfshróður. Er
einlæg von ritstjórnar, að það
verði sem oftast.