Læknablaðið - 01.12.1968, Síða 81
LÆKNABLAÐIÐ
287
Helgi Þ. Valdimarsson:
NÝLIÐUN HEIMILISLÆKNINGA
Skoðanakönnun L.í. meðal læknanema og ungra lækna
Inngangur Árið 1964 var gerð könnun á starfsvali ungra lækna. Kom
á daginn, að einungis einn ætlaði að verða heimilislæknir
(Læknablaðið, 3. tbl. 1964, Á. Brekkan og Ö. Bjarnason).
Sumarið 1967 vann nefnd á vegum heilbrigðisstjórnar að tillögum
um reglugerð fyrir læknamiðstöðvar. Fór hún þess á leit, að stjórn
L.í. léti kanna, hvort líklegt væri, að læknamiðstöðvar myndu hvetja
lækna til að starfa í dreifbýli, ef þeim yrði komið á fót.
Skoðanakönnun sú, sem hér verður greint frá, var hafin í septem-
ber 1967. Voru spuirningarnar sendar til læknanema í III. hluta og
allra lækna yngri en 40 ára, sem höfðu ekki sérfræðingsréttindi.
Tilgangur Höfuðmarkmið þessarar könnunar var tvíþætt. Annars
vegar átti að athuga, hvort sérfræðingsviðurkenning
heimilislækningum gæti haft áhrif á þá uggvænlegu þróun, sem könn-
unin frá 1964 hafði leitt í Ijós. Hins vegar átti að kanna, hver áhrif
stofnun heimilislæknarhiðstöðva gæti haft á starfsval verðandi lækna.
Úrslit Spurningar voru sendar 186 læknum, og bárust svör frá 91
eða tæplega 49%. Læknanemar sýndu meiri áhuga, og komu
svör frá 28 af 45 eða rúmlega 62%. Auk þess bárust 10 nafnlaus svör.
Ef litið er á heildina, svöruðu þannig tæplega 56% þeirra, sem voru
spurðir.
Verða það að teljast sæmilegar heimtur, miðað við fyrri reynslu
í þessum efnum.
1. spurning: Álítur þú, að almennar lækningar
framtíðarhlutverki að gegna?
Já
Læknar með>2ja ára sérnám að baki 42
Læknar með < 2ja ára sérnám að baki 49
Læknanemar 27
Nafnlaus svör 10
einhverri mynd hafi
Nei Veit ekki
0 0
0 0
0 1
0 0
Samtals: 128 0 1
2. spurning: Telur þú, að hin almenna læknisþjónusta eigi að verða
sérfræðilegt viðfangsefni, er gefi tilefni til framhalds-
náms líkt og þær sérgreinar, sem nú eru viðurkenndar?