Læknablaðið - 01.12.1968, Side 83
LÆKNABL AÐIÐ
289
5. spurning: (Einungis þeir, sem strika undir c eða d lið 4. spurningar,
eiga að svara þessari spurningu.)
Mundir þú eftir sem áður velja almennar lækningar, þótt
þú ættir þess ekki kost að stunda þær Já á læknamiðstöð? Nei Veit ekki
Læknar með>2ja ára sérnám að baki 0 2 0
Læknar með<2ja ára sérnám að baki 8 16 11
Læknanemar 1 11 7
Nafnlaus svör 2 2 1
Samtals: 11 31 19
Athuga- Úrslit þessarar könnunar kunna að þykja athyglisverð.
semdir Það er næstum einróma álit allra, sem svöruðu, að heimilis-
lækningar hafi framtíðarhlutverki að gegna, og flestir (87%)
vilja, að þær verði viðurkenndar sem sérfræðilegt viðfangsefni.
Sérfræðingsviðurkenning í heimilislækningum mun sennilega hafa
mikil áhrif á starfsval lækna og beina áhuga þeirra að þessari grein.
Af þeim 77 læknanemum og yngstu læknunum (< 2 ár í sémámi),
sem sendu svör, er 41 algerlega fráhverfur heimilislækningum, ef þær
njóta ekki slíkrar viðurkenningar, en einungis 17, ef hún stendur til
boða. Afstaða tæplega þriðjungs bessa hóps veltur með öðrum orðum
á þessu eina atriði.
Af þeim 10, sem ætla að verða heimilislæknar, þótt sérfræðings-
viðurkenning fáist ekki, eru raunar aðeins tveir á því stigi að eiga
eftir að velja. Hinir eru búnir að starfa lengur en fimm ár sem heimilis-
læknar og eiga því varla afturkvæmt af þeim vettvangi. Enginn œtlar
að vera einsamall í héraði. Ef lœknamiðstöðvar eru fyrir hendi, kjósa
hins vegar litlu fœrri að starfa í dreifbýli en í Reykjavík. Um helmingur
þeirra, sem hafa áhuga á heimilislækningum, setja læknamiðstöð sem
skilyrði fyrir því, að þeir velji þessa grein.
Lokaorð Fyrri athuganir hafa sýnt, að hætt er við, að heimilislækn-
ingar líði undir lok vegna skorts á nýliðum. Þessi könnun
bendir til þess, að stofnun læknamiðstöðva og sérfræðingsviðurkenning
í heimilislækningum geti hindrað, að svo fari.