Læknablaðið - 01.02.1969, Page 30
4
LÆKNABL AÐIÐ
2. mynd
Miðeyrað opnað. Efst á myndinni til hægri sést steðjaendi og ístað.
smásjár til aðgerða né heldur fúka- eða súlfalyf til að koma í veg
fyrir bólgur og ígerðir eftir á.
Árið 1938 tóku Frakkinn Sourdille og Bandarikjamaðurinn
Lempert hvor í sínu lagi að gera svonefnda gluggaaðgerð, sem
bvggð var á löngu brautrvðjendastarfi Ungverjans Báránys, Sví-
ans Holmgrens o. fl. Þessi aðgerð var í því fólgin, að gluggi var
gerður á einn bogagang völundarhússins og liúð grædd vfir þennan
glugga. Heyrnin batnar oftast þó nokkuð við þessa aðgerð, en
hún hefur ýmsa galla. Til þess að komast að bogaganginum þarf
að gera allstóran afhelli út frá eyrnagangi. Slík hola þarfnast
eftirlits hjá lækni alla ævi, og ofl lielzt meiri eða minni útferð
úr henni. I öðru lagi hefur reynslan orðið sú, a. m. k. í þeim til-
fellum, sem ég hef baft kynni af, að heyrnin smádvínar aftur,
þegar frá líður. Loks eru þetla mjög vandasamar aðgerðir, en
árangur þó mun lakari en af þeim ístaðsaðgerðum, sem síðan
hafa komið til sögunnar.
Árið 1952 birti Bandaríkjamaðurinn Rosen grein um árangur
af aðgerð, sem hann nefndi ístaðslosun. Sú aðgerð er í því fólgin,
að stjakað er við hinu fastgróna ístaði, þangað til það losnar og
endurheimtir að mestu eða öllu sinn eðlilega hreyfanleika. Yið
þetta batnar heyrnin. Aðgerðin er framkvæmd á eftirl'arandi háll
(sjá 2. mynd): Horft er gegnum aðgerðarsmásjá inn í eyrað. Skurð-
ur er skorinn meðfram hljóðhimnunni aftanverðri í nokkurra
millimetra fjarlægð frá lienni í tæplega hálfan hring. Síðan er
eyrnagangshúðin losuð niður að hljóðliimnu og lyft ásamt tilheyr-
andi hluta liljóðhimnunnar og lögð fram á fremri hluta hennar.
Sést þá inn í miðeyrað. Næst þarf venjulega að nema nokkuð af
beini úr innsta hluta eyrnagangsins til þess að sjá allt ístaðið. Þar
næst er ístaðið losað, eins og fyrr segir, með því að stjaka við