Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1969, Side 73

Læknablaðið - 01.02.1969, Side 73
LÆKNABLAÐIÐ 33 réttindi til að stunda heimilislækningar, en á hinn bóginn þurfa menn að Ijúka framhaldsnámi til að teljast færir um að standa á eigin fótum innan veggja sjúkrahúsanna. Heimilislæknirinn þarf sem sé að hefja starfsferil sinn með sjálfsnámi. Verður það raunar að teljast fráleitt á tímum, þegar lyf eru orðin svo öflug, að þau eru ekki siður vandmeðfarin en tæki skurðlækna og eins hættuleg, ef þeim er ranglega beitt. Á þetta hefur þráfaldlega verið bent, en lögmál tregðunnar ræður. Gildandi lagaákvæði um „ótakmarkað“ lækningaleyfi eru fyrir- bæri frá þeim tíma, þegar klókir menn gátu tileinkað sér flest, sem vitað var um læknisfræði. Þau hafa nú gengið sér til húðar, og einnig reglugerðin, sem á þeim hvílir. Sú reglugerð hefði þó getað orðið giftudrjúg, ef henni hefði verið sýndur nægur sómi. Einhvern veginn þróaðist sú villa, að framhaldsnám væri einungis fyrir lækna, sem takmarka sig við vissa aldursflokka sjúklinga, ákveðin líffærakerfi eða sérstakar lækninga- eða rannsóknarað- ferðir. Allir vita, að aukin tækni hefur gert verkaskiptingu nauð- synlega. Hitt virðist ekki vera á allra vitorði, að sérhæfing er ekk- ert takmark í sjálfu sér, heldur einungis leið til að ná betri ár- angri. Þótt ljóst sé, að „gamli heimilislæknirinn“ er að hverfa af sjónarsviðinu, virðast flestir telja, að heimilislæknir í einhverr’ mynd sé og verði nauðsynlegur. Mætti þvi ætla, að hann gegm hlutverki, sem sé ekki skynsamlegt eða hagkvæmt að fela öðrum læknum. Þessu hlutverki verður sá að gegna, sem hefur búið sig séi’staklega undir það, m. ö. o. sérfræðingur i heimilislækningum. Það er ekki mótsögn að tala um sérfræðinga í almennum lækn- ingum, en orðið almennur er villandi í þessu sambandi og ætti því að hverfa. Heimilislæknir, sem hefur ekki reglugerð um framhaldsmennt- un að bakhjarli, er að vissu leyti settur utan garðs. Hann hefur orðið fórnardýr tregðunnar og dagað uppi. Hann hefur, eins og á stendur, lagaheimild til að gera allt, en ekki aðstöðu til að gera neitt. Læknar sætta sig ekki við að vera annars flokks og gegna því hlutverki einu að vera nokkurs konar brjóstvörn fínni lækna með meirapróf. Reglugerð, sem hvetur til framhaldsnáms í heim- ilislækningum og skapar þeim jafnvirðulegan sess og öðrum greinum lækninga, er því mjög tímabær. Lífseigasta mótbáran gegn slíkri reglugerð virðist vera sú, að verksvið heimilislækna hafi ekki verið afmarkað og þess vegna sé ekki unnt að gera ákveðnar kröfur um mcnntun þeirra. Þessi andmæli eru léttvæg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.