Læknablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ
JOHANN ÞORKELSSON
FYRRV. HÉRAÐSLÆKNIR
f. 1. apríl 1903 — d. 6. ágúst 1970
35
Jóhaun Þorkelsson var fæddur á Húnsstöðum i Fljótum,
sonur Þorkels Sigurðssonar, bónda þar, og önnu Sigríðar Jóns-
dóttur, konu hans. Hann varð stúdent 1927 og kandídat 1933 frá
læknadeild Háskóla Islands. Tók danskt embættislæknapróf við
Kaupmannahafnarliáskóla 1936. Eftir framhaldsnám, einkum á
spítölum i Danmörku, kom hann til Akureyrar sem starfandi
læknir i árslok 1937 og var skipaður héraðslæknir þar frá 1-
janúar 1938. Fékk lausn að eigin ósk 31. desember 1968, en gegndi
héraðinu til 31. maí 1969. Síðan var hann starfandi læknir á
Akureyri til dauðadags. Hann andaðist á FSA 6. ágúst 1970.
Jóhann var kvæntur Agnete, f. Brinck-Clausen, hjúkrunar-
konu, sem lifir mann sinn ásamt einni dóttur þeirra hjóna.
Jóhann Þorkelsson vann á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðis-
stofnunum í Danmörku frá ársbyrjun 1934 í nær fjögur ár. Áhugi
lians á heilsuvernd kom snemma mjög vel i ljós, þvi að auk
dvalar á ýmsum deildum, þar á meðal farsótta- og berklavarna-
deildum, vann hann á stöðum, þar sem íslenzkum kandídötum
var ekki tíðfarið, svo sem Statens Seruminstitut, Statens Hygiej-
nisk Institut og Retsmedicinsk Institut. Hann var því mjög húinn
undir starf héraðslæknis í fjölmennu héraði. Jóhann jók enn á
fróðleik sinn í þessum efnum með því að vera eitt ár í Kaup-
mannahöfn og London 1946-1947, við nám í hcilbrigðisfræði og
heilhrigðiseftirliti. Enn fremur var hann 1953-1957 á námskeið-
um þeim i Gautahorg, sem síðar urðu Norræni heilsuvemdar-
háskólinn, og lauk þvi námi fyrstur íslenzkra lækna.
Ahugi lians og kunnátta í jiessum efnum birtust í störfum
lians á Akureyri. Hann var forstöðumaður Heilsuverndarstöðvar
Akureyrar frá upphafi, trúnaðarlæknir Sjúkrasamlags Akureyrar,
formaður Krabbameinsfélags Akureyrar frá upphafi til dauða-
dags, i stjórn Styrklarfélags vangefinna á Akureyri frá upphafi
og formaður í stjórn vistheimilisins „Sólborgar“ auk margs ann-