Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 55 Frá Landakotsspítala Bjarni Jónsson: HÁLFLIÐIR I HRYGG Ég ætla að segja frá tveimur sjaldgæfum tilfellum, þótt þau hafi litla almenna þýðingu, þvi það er ekki sennilegt og raunar ólíklegt, að lík tilfelli reki mörg á fjörur okkar á næstunni hér í útskerinu. Þetta eru tveir sjúklingar með hálfliði í lirygg, hvort tveggja stúlkur. Sú fyrri er fædd 16.4. 1946, og kom hún í Landakots- spítala í október 1957. Þegar hún var þriggja ára, var tekið eftir skekkju á hrygg og smájókst hún mcð aldri. Um vorið 1957 fór hún að verða dettin, og þegar kom fram á sumar, var aug'ljóst, að hún var að missa mátt í fótum. Um haustið var hún því send í barnadeild Landspítalans, og þaðan kom hún í Landakot. Sjúklingurinn hafði krappa sinistro-convex kyphoscoliosis efst í brjóstliðum, og röntgenskoðun sýndi hálflið vinstra megin. Var það IV. liður, talinn ofan frá. Vinstra megin voru 13 rif, en hægra megin 12 (1. mynd). Hún átti oi’ðið bágt með gang, göngulag var rykkjótt (spas- tiskt), og hún gat vart gengið óstudd. Hnéskeljaviðbrögð voru aukin, komu fram við áslátt niður eftir sköflungi, fótklonus hægra megin, Babinski+ beggja megin, snertiskyn eðlilegt. Þótti sýnt, að hryggskekkjan, sem var kröpp, myndi valda þrýstingi á mænu og' myndi sjúklingur fá þverlömun fulla, væri ekkert aðgert. Auðséð var, að hálfliðurinn olli skekkjunni. Var freistandi að reyna að ná honum í burtu og létta þar með af þrýstingnum og' e. t. v. rétta úr skekkjunni um leið. Hinn 15.11. 1957 var hálfliðurinn tekinn. Aðgerðin var auð- veldari en ég hafði búizt við. Með því að fara undir beinhimnu, alla leið að liðbol, mátti komast i hryggþófa með grannri sköfu og elevatorium og vega út hálfliðinn án þess að blæddi (2. mynd). Eftir aðgerðina jókst lömunin, og eftir fjóra daga var komin algjör þverlömun með þvagteppu. Talið var, að hryggur hefði skekkzt meira við að missa það hald, sem hann hafði af hálfliðnum og því hefði lömunin aukizt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.