Læknablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ
67
Gunnar Biering, Gunnlaugur Snædal, Auður Theodórs:
RHESUS - VARNIR Á ÍSLANDI 1970
INNGANGUR
A siðastliðnum áratug — cða frá árinu 1960 hafa verið
framkvæmdar víðtækar rannsóknir erlendis, sem hafa miðað að
því að hindra mótefnamyndun lijá Rhesus-neikvæðum (D-
neikvæðum) konum. Eins og kunnugt er, veldur Rliesus-misræmi
milli móður og fósturs um það bil 95% allra tilfella af
erythroblastosis foetalis, scm þurfa meðferðar við.
Árið 1968 böfðu rannsóknir leitt í ljós, að hindra mátti mót-
efnamyndun hjá Rliesus-neikvæðum mæðrum, ef gefið var „anti-D
immune globulin" þegar eftir fæðingu. Kemur þetta í veg fyrir,
að konurnar sjálfar myndi mótefni, sem valdið geti skaða í næstu
meðgöngu. Þær konur, sem þegar hafa myndað mótefni, liafa
ekki gagn af þessari meðferð. Immune-globulin gjöf getur ekki
stöðvað mótefnamyndun, sem þegar er hafin. Verður því eftir
sem áður að fylgjast með þessiun konum á meðgöngutímanum
með mótefnamælingum, legvatnsprófum o. s. frv., og hjálpa
börnum þeirra með blóðskiptum, þegar þörf krefur.
Það féll í hlut greinarhöfunda, sem starfa við fæðingardeild
Landspítalans og í Blóðbankanum, að kynna sér þessar rann-
sóknir og meðferð.
Við nánari kynni af þessum málum þótti sýnt, að með góðum
undirbúningi og skipulagningu væri bægt að taka upp Rhesus-
varnir hér á landi á mun víðtækari hátt en gert hafði verið til
þess tíma erlendis.
Framleiðsla á Rhesus immune globulini var fram til skamms
tíma af mjög skornum skammti í heiminum, og gátu stærri
þjóðir einungis gefið efnið Rhesus-neikvæðum frumbyrjum,
]). e. a. s. í lok fyrstu fæðingar. Hins vegar er það staðreynd, að
fullkomnar Rhesus-varnir krefjast þess, að efnið sé gefið öllum
Rhesus-neikvæðum konum, sem fæða Rhesus-jákvæð börn, jafnt
fjölbyrjum sem frumbyrjum, og einnig öllum Rhesus-neikvæðum
konum, sem láta fóstri. Fósturlát hefur reynzt jafnsterkur hvati
til mótefnamyndunar og fæðing.
Vegna fólksfæðar hafði Island sérstöðu á þessu sviði. Við
upphaf undirbúnings bárust dr. med. Sigurði Sigurðssyni land-