Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 67 Gunnar Biering, Gunnlaugur Snædal, Auður Theodórs: RHESUS - VARNIR Á ÍSLANDI 1970 INNGANGUR A siðastliðnum áratug — cða frá árinu 1960 hafa verið framkvæmdar víðtækar rannsóknir erlendis, sem hafa miðað að því að hindra mótefnamyndun lijá Rhesus-neikvæðum (D- neikvæðum) konum. Eins og kunnugt er, veldur Rliesus-misræmi milli móður og fósturs um það bil 95% allra tilfella af erythroblastosis foetalis, scm þurfa meðferðar við. Árið 1968 böfðu rannsóknir leitt í ljós, að hindra mátti mót- efnamyndun hjá Rliesus-neikvæðum mæðrum, ef gefið var „anti-D immune globulin" þegar eftir fæðingu. Kemur þetta í veg fyrir, að konurnar sjálfar myndi mótefni, sem valdið geti skaða í næstu meðgöngu. Þær konur, sem þegar hafa myndað mótefni, liafa ekki gagn af þessari meðferð. Immune-globulin gjöf getur ekki stöðvað mótefnamyndun, sem þegar er hafin. Verður því eftir sem áður að fylgjast með þessiun konum á meðgöngutímanum með mótefnamælingum, legvatnsprófum o. s. frv., og hjálpa börnum þeirra með blóðskiptum, þegar þörf krefur. Það féll í hlut greinarhöfunda, sem starfa við fæðingardeild Landspítalans og í Blóðbankanum, að kynna sér þessar rann- sóknir og meðferð. Við nánari kynni af þessum málum þótti sýnt, að með góðum undirbúningi og skipulagningu væri bægt að taka upp Rhesus- varnir hér á landi á mun víðtækari hátt en gert hafði verið til þess tíma erlendis. Framleiðsla á Rhesus immune globulini var fram til skamms tíma af mjög skornum skammti í heiminum, og gátu stærri þjóðir einungis gefið efnið Rhesus-neikvæðum frumbyrjum, ]). e. a. s. í lok fyrstu fæðingar. Hins vegar er það staðreynd, að fullkomnar Rhesus-varnir krefjast þess, að efnið sé gefið öllum Rhesus-neikvæðum konum, sem fæða Rhesus-jákvæð börn, jafnt fjölbyrjum sem frumbyrjum, og einnig öllum Rhesus-neikvæðum konum, sem láta fóstri. Fósturlát hefur reynzt jafnsterkur hvati til mótefnamyndunar og fæðing. Vegna fólksfæðar hafði Island sérstöðu á þessu sviði. Við upphaf undirbúnings bárust dr. med. Sigurði Sigurðssyni land-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.