Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 18
36 LÆKNABLAÐIÐ ars í svipuðum dúr. Þessari vinnu var bætt ofan á margbrotin embættisstörf. Auk þeirra gegndi Jóhann læknisstörfum í fjöl- mennasta sveitahéraði á Islandi, og hefði það eitt sér mátt sýnast ærið starf. Jóhann þekkti hérað sitt út í æsar, þekkti nær hvern mann, ævisögu hans og feril allan. Hann var manna fljótastur að átta sig á nýju viðfangsefni eða breyttum aðstæðum, nærgætinn og tefldi ekki á tvær hættur með sjúklinga sína. Á fyrri árum hans reyndi oft á dugnað hans og þol, en Jóhann var duglegur við ferðir sem annað, m. a. ágætur skíðamaður. Naut hann þar upp- vaxtar í snjóþungum landshluta. Jóhann var virkur félagsmaður margra í'élaga, m. a. Golf- ldúbbs Akureyrar, en hann var með beztu golfleikurum hér á landi. Hann var einnig mjög ötull liðsmaður í Læknafélagi Akur- eyrar, var þar oft í stjórn og öðru hverju formaður. Hann gegndi þar ýmsum öðrum störfum, og er þess skemmst að minnast, að hann var fulltrúi félagsins á aðalfundi Læknafélags Islands nokkrum vikum, áður en hann dó. Það þótti undarlegur fundur í L.A., ef Jóhann kom ekki og tók þátt í umræðum eða hafði framsögu. En félagsskapur er ekki bara fundasetur og ræðuhöld. Samvinna og samkomulag lækna á Akureyri hefur verið með miklum ágætum, og þeir vita, að þar átti Jóhann drjúgan þátt með hreinskilni sinni, lipurð og sanngirni. Jóhann var hamingjumaður í einkalífi sinu, þó að heilsuleysi einkadótturinnar væri erfið raun að bera. Hann var lengst af heilsugóður, var algjör reglumaður og stundaði golf og göngu- ferðir. Fyrir nokkrum árum fékk hann vægan hjartablóðtappa og varð að taka sér frí frá störfum um tíma. Þetta ásamt með öðru varð til þess, að hann sagði starfi sínu lausu, þegar hann var 65 ára, og hugðist lialda áfram sem starfandi læknir á Akureyri. Það gerði hann og, en skemur en skyldi. I ágústbyrjun 1970 veiktist hann aftur af sama sjúkdómi og andaðist eftir rúma tvo sólarhringa. • Hliðstæður eru margar í lífi þeirra Guðmundar Karls Péturs- sonar og Jóhanns Þorkelssonar. Báðir voru þeir af bændum komnir, brutust til mennta með takmarkaðri hjálp úr föðurgarði, voru fullorðnir i skóla, jafnvel á mælikvarða þeirra tíma, verða kandídatar árið, sem þeir verða þrítugir. Aldursmunur þeirra var eitt og hálft ár. Að loknu framhaldsnámi komu þeir hingað með árs millibili og unnu hér að ólíkum störfum innan sönui
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.