Læknablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 27
LÆRNABLAÐIÐ
39
Páll A. Pálsson, Halldór Vigfússon, Kirsten Henriksen:
HELDUR SULLAVEIKIN VELLI?
Sullaveiki. echinococcosis, í fólki hér á landi mun nú vera
horfin að kalla. Þó að sullaveiki hætti að gera vart við sig í
fóllu, mætti vel hugsa sér, að það stafaði af auknum þrifnaði,
hættum liúsakynnum og breyttum atvinnuháttum, en bandormar
þróuðust eftir sem áður í hundum og sullir í sauðfé, þó að þeir
villtust ekki lengur í fólk. Slíkt ástancl er þekkt í öðrum löndum.
A vegum Tilraunastöðvar Háskólans á Keldum hefur nokkuð
verið fylgzt með sullaveiki í búfé og bandormum í hundum.
Árið 1953 var birt grein í Læknablaðinu um leit að igulsullum
(Echinococcus) í fullorðnu sauðfé í nokkrum sláturhúsum hér
á landi.15 Athuganir þessar voru gerðar á sauðfé, sem slátrað var
vegna fjárskipta árin 1948-1952. Engir ígulsullir fundust í líffær-
um þeirra nær 20000 kinda, sem leitin náði til.
Haustið 1953 var enn gerð leit að ígulsullum í fullorðnu slátur-
fé, el'tir því sem til náðist, og með því fengið nokkru fyllra yfirlit.
Leitað var eingöngu að líffærasullum í því skyni að finna ígul-
snlli, en ekki hirt um sérstaklega að fá upplýsingar um útbreiðslu
eða fjölda netjusulla (Cysticercus tenuicollis).
öllum læknum, sem önnuðust kjötskoðun haustið 1953, var
ritað bréf og þeir beðnir að halda til haga öllum lifrar- og lungna-
sullum, sem fundust við slátrun á fullorðnu fé í sláturhúsum, og
senda þá til greiningar að Keldum.
Eftirfarandi tafla sýnir niðurstöður þessara athugana á liin-
um ýmsu sláturstöðum.
* Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum.