Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 01.04.1971, Blaðsíða 56
ÖO LÆKNABLAÐIÐ lega hryggþófa. Að lokum var rekinn kengur (staple) í liðbolina, eins og Smith et al.1 höfðu lýst, og virtist hann liafa gott hald. Hinn 5.12. 1958 var síðari hálfliðurinn tekinn. Var sú aðgerð lík og hin fyrri, nema öll erfiðari. Náðist liðurinn að því er virtist í heilu lagi, en töluvert blæddi úr beðnum, og reyndist vera skei eftir. Þurfti að kroppa hana út í smábitum. Ætlunin var að fcsta hér saman liðbolina með keng, eins og í fyrra skiptið, en bilið var of stórt fyrir þá kengi, sem til voru. Dálítil hreyfing var á hryggnum, og þótti ekki hættandi á að skilja við liann festulausan. Var því steypt á sjúkling Rissertreyja. Gipsið var tekið 24.1. 1959, og fór sjúklingur heim viku seinna. Var nú beðið eftir því, að vöxturinn rétti hrygginn, þegar hálfliðirnir voru l'arnir. Hann réttist ekki. Þá var enn tekið til við sjúkling og 18.5. 1961 gerð costo- transversectomia á VIII. til XI. rifi vinstra megin. Þau voru vaxin saman í liellu og lilutu þvi að hindra réttinguna. Var þessi liella lekin í burtu, svo og þvertindar og þvertindabönd. Þegar því var lokið, sást, að liðbolirnir voru samvaxnir. Var þá á einum stað bitin rauf í bolinn, þar til hreyfing komst á hrygginn, en ekki var gerð osteotomia á fleirum en þessum eina lið. Hér átti að slá tvær ílugur í einu höggi, fjarlægja helluna, sem hélt hryggnum í þvingu, og taka hurtu þvertinda. Wenger2 segir frá einum sjúklingi með hryggskekkj u, þar sem hann tók fimm þvertinda íhvolfu (concav) megin við hrvgg- inn. Réttist hann allvel, og hélzt svo enn eftir 16 mánuði. Það er vitað, að eftir rifjahögg kemur ol't hryggskekkja, en stundum ekki. Kúpa (convexitet) á skekkjunni veit til þeirrar haiídar, sem rifin eru tekin. El' rýnt er nánar i þetta, sést, að sé ekki gengið nær hrygg en svo, að þvertindar séu óskertír, helzt hann beinn. En séu þeir teknir uppi við liðboli, þá skekkist hann (Wenger et Hermann3), og getur sú skekkja orðið mjög mikil, ef gert er á vaxandi barni (Cleveland4). Sjúklingur fór úr spítalanum 1.6. 1961. Ég sá sjúkling nokkr- um sinnum eftir þetta, og réttist skekkjan ekkert. Var brotið upp á því að festa hrygginn, el' þann veg mætti lialda lionum í þeim skorðum, sem þá var hann í, en sjúklingi og fjölskyldu hans voru frekari aðgerðir þvert um geð, bæði vegna þess, að enginn hafði orðið árangur af því, sem þá hafði verið gert, og ekki var hægt að lofa miklu, þótt áfram væri haldið. Ég sá þennan sjúkling aftur 27.5. 1970. Hafði skekkjan aukizt mikið og var nú orðin gríðarleg, bæði hliðarskekkja (scoliosis)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.