Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 16
158
LÆKNABLAÐIÐ
12/6 — 16/7 1969. Sjúkl. veiktist skyndilega sólarhring fyrir
komu á FSA með uppköstum, vatnsþunnum niðurgangi og nokkr-
um en ekki miklum verkjum í kvið. Hiti við komu á FSA 39.4°.
Fékk engin lyf heima. Á FSA var honum fyrst gefið penicillin og
streptomycin vegna gruns um lungnabólgu. Hiti varð eðlilegur á 3
dögum, en niðurgangur hélzt viku til viðbótar. Hann og önnur
kviðareinkenni smáhurfu, og eftir 10 daga dvöl á FSA kenndi sjúkl.
sér ekki meins.
Sýni voru send til ræktunar frá byrjun sjúkrahúsdvalarinnar,
en fyrstu sýnin voru neikvæð. Sýni frá 20/5 var jákvætt og síðan
áfram. Sjúkl. fór af FSA 9/6 og höfðu þá tvö sýni í röð verið nei-
kvæð. Hið þriðja reyndist aftur á móti jákvætt og var sjúkl. aftur
tekin á FSA 12/6. Sýni héldu áfram að vera jákvæð næstu vikur
og frá 26/6 — 4/7 fékk sjúkl. chloramphenicol, 500 mgr. 4 sinnum
á dag, án þess að það virtist neinu breyta. Sjúkl. fór að nýju af FSA
16/7 og hafði þá síðasta sýni verið neikvætt. Það hélzt áfram.
Síðustu sýni frá sjúkl. voru fengin 27/7, 28/7 og 29/7 og voru öll
neikvæð.
Widalspróf: 12/5 1969: —
28/5 1969: Aggl. typhosum 0<1/20.
Do. Do. H<1/10.
Do. paratyph. BO 1/80.
SJÚKLINGUR NR. 2. (FSA lyfl.deild, sjúkraskrá 307/1969.). F.J.-son,
f. 6/1 1883. Lá á FSA 8/5 —- 24/7 1969. Komuástæða á FSA var
obstipatio chronica c. diarrhoea paradoxa et diverticulosis coli sig-
moidei. Sjúkl. varð af tilviljun stofufélagi nr. 1. Hinn 29/5 fékk
sjúkl. skyndilega hitahækkun í 39°, mjög mikinn niðurgang, en ekki
kviðarverki að ráði. Hiti og niðurgangur smáhurfu á 3 dögum.
Sýni frá 31/5 var neikvætt, en sýni frá 1/6 og 2/6 jákvæð svo og
sýni öðru hvoru næstu vikur. Sjúkl. fékk chloramphenicol, 250 mgr.
4 sinnum á dag 12/7 — 21/7. Sýni frá 5/7 var neikvætt og öll sýni
þaðan af.
Widalspróf: 28/6 1969: Aggl. typhosum 0<1/10.
Do. Do. H< 1/10.
Do. paratyph. BO 1/10.
SJÚKLINGUR NR. 3. (FSA lyfl.deild, sjúkraskrá 337/1969.). M.Þ.-
dóttir, f. 23/8 1918. Lá á FSA 24/5 — 16/7 1969.
Sjúkl. hafði legið veik heima í 4 sólarhringa áður en hún kom
á FSA. Hafði verið með ógleði og uppköst, mjög mikla verki þvert
yfir kvið neðan nafla, og tíðar, vatnsþunnar hægðir. Fékk penicillin
spautur heima. Hiti mest 39.5°. Niðurgangur hélzt í rúma viku á
FSA, en hiti, smálækkandi, 3 dögum lengur (mestur hiti á sjúkrahús-
inu 38.5°). Síðan ekki vanlíðan frá meltingarvegum. Fyrstu sýni
voru neikvæð en sýni, tekið 1/6 var jákvætt svo og átta önnur sýni
þaðan í frá og til 24/6. Þá var byrjað að gefa sjúkl. chloramphenicol,
500 mgr. 4 sinnum á dag í 10 daga. Síðan var beðið 10 daga til við-