Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ
183
Brúða til nálarstungukennslu.
Mynd 1.
túlks lýsti sjúklingurinn því, að hann kenndi dofa og fiðrings í
höndum. Aðgerðin gekk snuðrulaust. Meðan á henni stóð fékk
sjúklingurinn sér einu sinni vatnssopa. Allstórt æxli, 2x3 cm. stórt,
var fjarlaegt og sárinu lokað. Síðan settist sjúklingurinn upp, fékk
mjólkurglas að drekka, hélt á loft litla, rauða kverinu sínu og mælti
hárri röddu: „Lengi lifi Mao formaður! Velkomnir amerísku læknar.“
Síðan fór hann í náttskyrtu sína og gekk út úr skurðstofunni.
2. tilfelli. Þessi sjúklingur var sérlega forvitnilegur, þar eð hann
var 32 ára brjóstholsskurðlæknir. Meðan á aðgerð stóð, máttu
bandarísku læknarnir ræða við hann og spyrja spjörunum úr. Sjúkl-
ingurinn fékk fyrir aðgerðina eina 10 mg. morfíninnspýtingu djúpt
á sérlega valinn stað, aftan og neðan við vinstri kjálkalið. Stungiö
var einni akupunktúrnál handarbaksmegin í vinstri framhandlegg
miðjan. Kona nokkur, lærð í hinni fornu læknislist, skók nálina án
afláts fram og aftur, út og inn meðan á aðgerðinni stóð. Um brjóst-
holsskurð með tilheyrandi rifjaglennu og öðru góðgæti, var efra blað