Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 173 Ég undirritaður, Karl Jónsson, læknir, staðfesti það að hafa hjálpað frk. önnu Þórhallsdóttur með að hafa samband við lamaða sjúklinga mína, er þörfnuðust hjálpar. Hún kom í nokkur ár, fyrir jól, og lét af hendi smáupp- hæðir, er hún afhenti sjálf. Þessi smástyrkur kom frá Rebskkustúkunni nr. 1 „Bergþóra" I.O.O.F., Reykjavik, og var afhentur sjúklingunum á árunum eftir 1945. Þessa yfirlýsingu veiti ég samkvæmt ósk frk. Önnu, en hvorugt okkar hafði heyrt talað um neina hjálparstofnun eða sjóð, sem starfaði sérstaklega að þessum málum, og mun þessi starfsemi Önnu og annarra Oddfellowfélaga hafa verið ný á Islandi og þar af leiðandi merkilegt brautryðjendastarf. Reykjavík, 28. apríl 1972. Karl Jónsson (sign.). SMÆLKI Það var 100. afmælisdagur gamla mannsins og blaðamenn fengu viðtal. „Hverju þakkið þér langlífi yðar?“ Sá gamli setti upp helgisvip: „Ég hef aldrei látið dropa af brennivíni inn fyrir mínar varir.“ Hann hafði ekki fyrr sleppt orðinu, en mikill dynkur heyrðist uppi á lofti og málningarflögum rigndi yfir alla viðstadda. „Hvað var nú þetta?“ hrópaði einn blaðamaðurinn. „O, sosum ekkert,“ sagði gamli maðurinn, „það er bara hann pabbi. Hann er fullur rétt einu sinni og hefur dottið fram úr.“ Einu sjúklingarnir, sem ekki fara til læknis, eru þeir, sem hafa hósta — þeir fara í leikhús! „Þér eigið klukkustund eftir ólifað,“ sagði læknirinn. „Viljið þér hitta einhvern áður?“ „Já,“ svaraði sjúklingurinn. „Annan lækni.“ Ekkert fær mann til fremur til að borga reikning tannlæknisins en ný tannpína. Sími læknisins hringdi um miðja nótt. Læknir, ég er fótbrotinn, hvað á ég að gera?“ .,Haltra,“ svaraði hinn syfjaði læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.