Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 175 HLUTVERK L/ÍKNA í STJÓRNUN HEILBRIGÐISSTOFNANA 111 Dr. med. Tómas Helgason prófessor FRUMKVÆÐI LÆKNISINS í STJÓRNUN HEILBRIGÐIS- STOFNANA STJÓRNUN, í hvaða atvinnurekstri sem er, miðar að framkvæmd til- tekinna verkefna með sameiginlegu átaki þeirra einstaklinga, sem við fyrirtækið vinna. Hún miðar að því, að fyrirtækið gegni ætlunarverki sínu á sem áhrifaríkastan hátt og/eða skili sem mestum ábata. Markmið heilbrigðisstofnana er hið sama og einstakra lækna, þ. e. að fyrirbyggja, lækna eða lina þjáningar, sem sjúkdómar og slys valda. Með aukinni þekkingu hefur sérhæfing í störfum orðið nauðsynleg. Til þess að hún nýtist, er samvinna lækna og annarra starfshópa nauð- synleg. Rammann utan um þessa samvinnu skapa heilbrigðisstofnan- irnar. Markmið heilbrigðisstofnana er þannig að veita þjónustu, sem einstakir læknar annaðhvort geta ekki annað eða geta ekki annað eins vel og hægt er að gera með hópsamvinnu, hvort heldur sem um er að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir eða lækningar, — og að gera þetta á svo skjótan, öruggan og ódýran hátt, sem mögulegt er. Ef takast á að ná þessum markmiðum heilbrigðisstofnana, verða læknar að hafa frumkvæði um mótun og uppbyggingu þessara stofnana, sam- hæfingu þeirra innbyrðis, eftirlit með þeim og taka að sér forystu þess starfsliðs, sem við þær vinnur. Vegna menntunar sinnar og köllunar hafa flestir læknar lengst- um verið bundnir við meðferð einstakra sjúklinga, og heldur reynt að koma sér undan því að líta á þarfir heildarinnar í sambandi við skipulagningu, framkvæmdaröðun og kostnað. Þeir hafa reynt að aðskilja lækningar og stjórnun, án þess að gera sér Ijóst, að mikið af læknisstarfinu gagnvart einstaklingnum er fólgið í stjórnunarlegum aðgerðum, nefnilega rannsókn, greiningu, áætlun, meðferð og eftir- liti, þar sem aðeins eru tveir þátttakendur, nefnilega læknir og sjúkl- ingur. Á síðari árum hefur þó áhugi lækna á stjórnunarlegum aðgerð- um, sem beinast að hópum og stærri fyrirtækjum, frekar en einstök- um sjúklingum og einstaklings lækningastofum, farið verulega vax- andi. Jafnframt heíur skilningur þeirra á þörf fyrir stjórnunarfræði- lega menntun vaknað. Ef frá er talið frumkvæði sjúklingsins, þegar hann leitar læknis og skapar þörf fyrir heilbrigðisstofnanir, skiptir frumkvæði læknisins mestu, ef rekstur þessara stofnana á að takast vel. Flestir eru vafalaust sammála um nauðsynina á frumkvæði læknis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.