Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 169 íslandi) var komið á fót sérfræðistofnunum (göngudeildum), þar sem sykursjúkir nutu alhliða meðferðar sérfróðra aðila um sjúkdóminn. Þessi þáttaskil í þjónustu við sykursjúka hafa valdið byltingu á horfum þeirra, svo að æviskeið þeirra, er kenna sjúkdómsins undir tvítugu, hefur síðan lengzt um tæp 8 ár á hverjum áratug síðustu 25 árin. Árangur þessi er mjög athyglisverður, þar sem í ljós kemur, að höfuðdánarorsökin er eftir sem áður æðaskemmdir, jafnvel í auknum mæli, og aðrar algengustu orsakirnar hafa ekki tekið þeim breyting- um á þessu tímabili, að skýrt geti lengingu ævitímans. Enn þá hefur ekki reynzt unnt að koma í veg fyrir æðaskemmdir klínískrar eða ljósrar sykursýki, en með bættri meðferð hefur tekizt að tefja svo fyrir þeim og halda í lágmarki, að ævidagar hinna yngri hafa þre- faldazt á 25 árum. SÉRFRÆÐISTOFNUN (GÖNGUDEILD) FYRIR SYKURSJÚKA ÞESSI stofnun er að venju hýst á sjúkrahúsi. Hún er rekin sem göngu- deild og opin öllum sykursjúkum. Stjórnun hennar er í höndum lækn- is, sem hefur forsvar fyrir deildina. Starfsliðið, sérmenntað um sykur- sýki, er: Læknar, matarfræðingur, hjúkrunarkonur, meinatæknir, fé- lagsmálaráðgjafi. Verkefni deildarinnar er að greina sjúkdóminn eftir ábendingu lækna og veita hinum sykursjúku alhliða og ævilanga fræðslu um sjúkdóminn og meðferð hans. SYKURSÝKI Á ÍSLANDI VIÐ lauslega athugun kemur í ljós, að tæp 10% sjúklinga innlagðra á lyfjadeild Landspítalans á tímabilinu 1967 til 1970 höfðu sykursýki og má af því ráða, að sjúkdómurinn er algengur á íslandi. Hér fer hvorki fram skráning sykursjúkra né skipuleg eða samræmd meðferð og þjónusta við þá. Engar upplýsingar eru því fáanlegar um fjölda þeirra og afdrif. Algengast er, að heimilislæknir sjái um meðferð og eftirlit, en margir sjúklinganna vitja sérfræðinga á stofu annað veifið. Þar er sérfræðingi alls ómögulegt að meðhöndla sjúklinginn af þeirri kost- gæfni, sem sjúkdómurinn krefst, því að til þess þyrfti hann að geta valdið hlutverkum matarfræðings, hjúkrunarkonu, meinatæknis og fé- lagsmálaráðgjafa. Athugun á fæðingum sykursjúkra kvenna, sem ég vinn að, bendir til, að tíðni andvana fæddra barna þeirra og dáinna fyrstu dagana eftir fæðingu, hér á landi, á árunum 1961-1970, hafi verið um 30%, en sam- svarandi tíðni víða erlendis er 8-12% á þessu tímabili.19 20 21 HEIMILDARRIT 1. Duncan, G. G. (ed.). Diseases of Metabolism, 928, [W. B. Saundersl. Philadelphia & London 1964. 2. Root, H. F. Med. Clin. N. Ámer. 49:1147 1965: 3. Davidson, S. (ed.). The Principles and Practice of Medicine, 624. [E. & S. Livingstonel. Edinburgh & London 1960.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.