Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 171 LÆKNABLAÐIÐ 58. árg. Nóvember 1972 FELAGb^nt-UiöMlfiAN H.F. VANDAMÁL SYKURSJÚKRA Hinn 16. desember 1971 voru stofnuð Samtök sykursjúkra í Reykjavík. Markmið þess félags er að vinna að málefnum sykur- sjúkra og tryggja þeim viðunandi heilsugæzlu. Af hugvekju Þóris Helgasonar í þessu blaði er ljóst, að stofnun samtaka þessara er mjög tímabær og æskilegt er, að starfsemi þeirra nái sem fyrst til allra sykursjúkra á landinu. Ljóst er, að hópur sykursjúkra hér á landi er stærri en ýmsir hafa ætlað, þótt endanleg rann- sókn á tíðni sjúkdómsins hafi ekki verið gerð. Ástæða er til að ætla, að eftirliti og meðferð slíkra sjúklinga sé hér verulega ábóta- vant sakir lélegrar aðstöðu. Reynsla erlendra manna er sú, að það sé fyrst og fremst nákvæmt eftirlit og strangt aðhald, sem vænlegast sé til að lengja dag hins sykursjúka. Slíku eftirliti verður vart komið við nema á sér- stofnunum (göngudeildum), sem sjúklingarnir geta leitað til. Til slíkra stofnana þarf allfjölmennt, sérþjálfað starfslið. Engin slík stofnun er til hér á landi. Hinir fáu sérfróðu um með- höndlun sykursjúkra geta hvergi nærri sinnt þeim sem skyldi, og á sjúkrahúsum fá sjúkhngar oft ekki inni, fyrr en í óefni er kom- ið. Fjöldi andvana og ólífvænlegra barna sykursjúkra ’kvenna er hér uggvænlegur. Virðist hér þörf stór- um betra eftirlits og fæðingar- hjálpar fyrir þungaðar, sykur- sjúkar konur, ef nást á sami árangur og víða erlendis. Auk beinnar þjónustu við syk- ursjúka er þess að vænta, að hin nýju samtök beiti sér fyrir rann- sóknum, m.a. á tíðni sykursýki hérlendis. Áherzlu verður að leggja á miðlun upplýsinga milli skyldra samtaka og stofnana, m.a. til að forðast dýran tvíverknað. Eðlilegt væri því, að Samtök syk- ursjúkra og Hjartavernd sam- ræmdu starfsemi sína að því marki, sem við á, til heilla fyrir bæði samtökin. Verkefni hinna nýju samtaka er mikið. Læknar fagna stofnun þessa nauðsynjafélags og munu án efa leggja því lið. Heil- brigðisyfirvöld landsins með heil- brigðisráðherra í broddi fylkingar hafa þegar sýnt málefnum hinna nýju samtaka mikinn áhuga og má því vænta fulls stuðnings þeirra til lausnar á vandamálum sykursjúkra. Slíkar undirtektir eru lofsverðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.