Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 56
182 LÆKNABLAÐIÐ Páll Ásmundsson KÍNVERSK NÁLADEYFING. VÍSINDI EÐA SKOTTULÆKNING? Greinarkorn þetta er byggt á grein eftir bandaríska lækninn E. Grey Dimond. Birtist greinin í J.A.M.A. í desember 1971 og lýsir kynnum höfundarins af kínverskri læknislist, og sérstaklega notkun nálarstungna til deyfinga. Aðaltilgangur menningarbyltingarinnar kínversku í lok 7. ára- tugs aldarinnar var að staðfesta algera hollustu Kínverja við kenn- ingar Mao Tse Tungs. Upp úr menningarbyltingunni spratt meðal annars alger endurskipulagning heilbrigðismála, sem auk annars miðaði að því að sjóða saman í eina heild ævaforna kínverska læknislist, og þá „vestrænu“ læknisfræði, sem við þekkjum og gjarn- an viljum kalla háþróaða. Úr samsuðu þessari hefur orðið hinn merki- legasti hrærigrautur grasalækninga, nálarstungulækninga og vest- rænna lækningaaðferða. í læknaskólum landsins er kennd jöfnum höndum vestræn og gamalkínversk læknisfræði. Langmestur hluti allrar læknisþjónustu mun enn veittur með hinum fornu aðferðum. Vestrænum læknum, sem reynt hafa að kynna sér og meta hinar gömlu aðferðir, hefur reynzt erfitt að komast að nokkurri niðurstöðu um gildi þeirra. Hinn gjörólíki hugsanagangur Kínverja og óbilandi, áunnin trú þeirra á forsjá Maos, kunna að rugla vestræna athug- endur talsvert í ríminu. í heimsókn sinni til Kína lagði Dimond læknir áherzlu á að kynna sér nálarstunguaðferð Kínverja við deyfingar. Hann heimsótti 2 stór sjúkrahús og fylgdist með allmörgum aðgerðum, sem gerðar voru í slíkri deyfingu. Auk þess ræddi hann aðferðina við nokkra kínverska starfsbræður sína. Skal nú lýst tveimur þeirra aðgerða, sem Dimond læknir sá. 1. tilfelli. Sjúklingurinn var fertugur maður með þögult adenoma í skjaldkirtli. Kvöldið fyrir aðgerðina, voru honum gefin 400 mg. af meprobamat, annars engin undirbúningsmeðferð. Sjúklingurinn gekk inn í skurðstofuna og lagðist á skurðarborðið. Akupunktúrnál úr ryðfríu stáli var stungið handarbaksmegin í hvorn framhandlegg milli fram'handleggsbeina á að gizka 10 cm. frá úlnliðnum. Gekk nálin 3 cm. inn í handlegginn. Staðurinn virtist valinn af kostgæfni og sagður hinn bezti fyrir skjaldkirtilsaðgerðir. Nálarnar voru tengd- ar raforkugjafa, er gaf 9 volta jafnstraums’hleðslu 105 sinnum á mín- útu. Nánari upplýsingar um útbúnað þennan gat sá, er deyfingunni stýrði, ekki gefið. Meðan á aðgerðinni stóð, var gefið í æð 5% glúkosuvatn, sem í var bætt 50 mg. af pethidin. Beðið var í 20 mín- útur meðan deyfingin var að verka, og var tíminn notaður til undir búnings aðgerðinni. Sjúklingurinn var allan tímann við fulla með- vitund og engin frekari deyfi- eða svæfingarlyf gefin. Með aðstoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.