Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 50
180
LÆKNABLAÐIÐ
heilbrigðisþjónustunni yfirleitt. Alltof fáir læknar kunna skil á þess-
um hliðum starfseminnar. Þetta leiðir oft til óheppilegs klofnings og
ágreinings milli þeirra, sem eingöngu eiga að sjá um fjármálin og
hinna, sem eiga að sjá um meðferð sjúklinganna eða framkvæmd rann-
sóknanna. Til þess að fyrirbyggja slíkan misskilning verða læknar að
kunna nokkur skil á ýmsum félagsvísindum. Þessa þekkingu ættu þeir
að afla sér snemma í náminu, annars vegar með náminu í öðrum
grunngreinum, og hins vegar með náminu í félagslækningum, þegar
að því kemur, að kennsla í þeim verður tekin upp. Auk þessa ættu
læknar, sem síðar taka að sér stöður sem stjórnunarleg skylda fylgir,
að fá nokkra framhaldsmenntun í stjórnunarfræði. Þetta er jafn nauð-
synlegt fyrir lækna eins og fyrir forystumenn í ýmsum öðrum stétt-
um, ef nýtingin á þeim kosti, sem okkur er fenginn, á að verða eins
hagkvæm og auðið er. Slík menntun væri lækninum og mjög gagnleg
í fleiri tilvikum.
TJÁSKIPTI
Það, sem oft hindrar teymisvinnuna, eru óvirk tjáskipti og skort-
ur á skilningi og virðingu fyrir hlutverkum annarra þátttakenda. Þetta
leiðir oft til persónulegra og stéttarlegra árekstra, veldur truflun i
vinnunni og eyðileggur meðferðar-umhverfið, þannig að sjúklingarnir
fá ekki þá þjónustu, sem þeir eiga rétt og kröfu tiL Slíka árekstra
verður að fyrirbyggja og bæta, svo sem frekast eru tök á. Ef læknir
á að geta gert það, þarf hann að bera gott skynbragð á persónuleg
samskipti og samband milli einstaklinga, eins og það er tjáð í orðum
og gerðum. Rétt er að minna á, að það er oft það, sem látið er ósagt,
en gefið í skyn með hegðun og svipbrigðum, sem misskilst eða er
mistúlkað. Til þess að tjáskiptin eða sambandið verði virkt, er nauð-
synlegt fyrir lækninn að þekkja sjálfan sig og hafa heilbrigðan skiln-
ing á eigin persónuleika og eigin félagslegum sérkennum, og þeirri
þýðingu, sem þau hafa fyrir hlutverk hans í teyminu og hvaða árekstr-
um þessi sérkenni hans geta valdið.
Ef tjáskiptin í teyminu eru virk, er teymisvinnan menntandi og
þroskandi fyrir þátttakendurna. Þetta á ekki sízt við fyrir lækna, sem
hafa takmarkaða þekkingu á stjórnunarfræði og öðrum félagsvísind-
um. Ef þeir taka þátt í slíkri vinnu með opnum huga og hæfilegri
sjálfsgagnrýni, getur hún vafalaust orðið þeim talsverður stjórnunar-
skóli.
Því hef ég fjölyrt svo um skipulega hópvinnu, teymisvinnu, að
hún gefur læknum möguleika á að undirbúa sig undir vaxandi stjórn-
unarlýðræði í heilbrigðisstofnunum. í henni sjá menn líka fljótt við-
brögð við því frumkvæði, sem lækninum er ætlað að hafa, og þar er
einnig nauðsyn að byrja að ræða hugmyndir að breytingum, og hvern-
ig hægt sé að hafa áhrif á þróun mála. Teymisvinnan leggur og sér-
staka áherzlu á hinn mannlega þátt í stjórnuninni, sem ætti að vera
okkur læknum sérstaklega hugstæður.