Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 28
166
LÆKNABLAÐIÐ
þau einkenni, sem rekja má beint til skorts á insúlíni samfara háum
blóðsykri og sykri í þvagi. Algengust eru: Þorsti, tíð og mikil þvaglát,
megrun, þreyta og lympa, aukin matarlyst, sjóntruflun, önuglyndi,
sljóleiki, meðvitundarleysi. Komi þessi einkenni fram fyrir fertugt,
eru þau að jafnaði bráð og mögnuð, og leiða til dauða, nema sjúkling-
urinn fái þegar meðferð. Eftir fertugt eru einkennin þó aðeins einum
tíunda hluta sjúklinganna jafnskæð.
Óbein kallast hins vegar þau einkenni, sem rekja má til hrörnunar-
breytinga í æðum, smáum og stórum, er sjúkdómurinn veldur. Háræða-
skemmdir koma einkum fram í augum og nýrum, en skemmdir slag-
æða einkum í hjarta, heila og ganglimum. Algengustu einkennin eru:
Sjóndepra/blinda, bjúgur/nýrnabilun, kransæðaþrengsli/bráð krans-
æðastífla, brengluð heila- og taugastarfsemi/lömun, áreynsluverkur í
kálfum/drep í fótum. Háttalag æðaskemmdanna er ákaflega breytilegt:
Hvenær breytingarnar verða greindar við skoðun? Hvenær einkenni
þeirra verða sjúklingnum Ijós? Hvar skemmdanna gætir mest og
hversu útbreiddar þær eru? Hversu hratt skemmdirnar aukast? Hrörn-
unarbreytingunum er það sameiginlegt, að þær fara nær ávallt vax-
andi og verða sjúklingnum oftast ljósar, þegar líður á sjúkdóminn.
MEÐFERÐ — MARKMIÐ
Kemísk eða leynd sykursýki
Þetta forstig klínískrar eða ljósrar sykursýki er misjafnlega langt,
skemmra hjá ungum en gömlum.
Rannsóknir hafa sýnt, að á 5 árum koma í ljós hjá um 20% og á
15 árum allt að 70% sjúklinganna bein einkenni klíníska eða Ijósa
stigsins.8 9 Þetta forstig er ekki hættulaust til lengdar.9 Þótt bein ein-
kenni komi ekki fram, þá geta slagæðaskemmdir sjúkdómsins, einkum
í hjarta, greinzt. Kemur þetta oft upp um sjúkdóminn.
Mjög margar rannsóknir víða um heim gefa til kynna, að tíðni
kemískrar eða leyndrar sykursýki meðal kransæðasjúklinga sé 50-
80 %10, og er þessi tíðni því tífalt hærri en búast mætti við meðal
þjóðfélagsþegna almennt. Á seinni árum hefur mikið kapp verið lagt
á að finna sykursýki á þessu forstigi með það fyrir augum, að með
meðferð mætti:
1. Hindra framgang veikinnar eða jafnvel uppræta mælanlega skerð-
ingu á efnaskiptum.
2. Koma í veg fyrir æðaskemmdir.
Þessar aðgerðir grundvallast á takmörkun kolvetna og hitaeininga
með eða án lyfja, sem örva insúlínframleiðslu. Niðurstöður til þessa
spá góðum árangri.11 12 13 14 15
Klínísk eða ljós sykursýki
Með klínískri eða ljósri sykursýki hefst það stig sjúkdómsins, sem
einkennist af hinum beinu og óbeinu einkennum, sem áður er lýst.
Sjúklingurinn verður nú sjálfur að takast á hendur hið vandasama
hlutverk að stjórna blóðsykri sínum og er líf hans, heilsa og hamingja
gersamlega undir því komin, hvernig til tekst.