Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 179 verða þátttakendurnir að þekkja sameiginlegt markmið og hlutverk hinna þátttakendanna, til þess að ná þessu markmiði. Sumir í teyminu kynnast þessu í starfi, en aðrir verða að hafa verulega þekkingu áður, sem þeir hafa aflað sér með langvarandi námi og reynslu, sem þeir verða að nota hinum til leiðbeiningar. í læknismeðferðarteyminu er það fyrst og fremst sá, sem veitir teyminu forystu, sem verður að skilgreina markmiðið og gera áætlun um, hvernig því skuli náð, og skipuleggja vinnuna í samvinnu við aðra þátttakendur í teyminu, um leið og hann samhæfir störf þeirra, allt að svo miklu leyti sem hægt er á lýðræðislegan hátt. Læknirinn verður að hafa yfirlit yfir vinnu teymisins og sjá um, að nauðsynlegar og réttar ákvarðanir séu teknar á réttum tíma og framkvæmdar vegna sjúkdómsgreiningar og með- ferðar. Hversu lýðræðislegir sem við viljum vera, komumst við ekki framhjá þessu hlutverki læknisins. Ábyrgðinni gagnvart sjúklingun- um getum við ekki komið í umboð til annarra þátttakenda í meðferð- inni, jafnvel þó að teymið geti annazt allar rannsóknir og jafnvel alla meðferðina. Hlutverk læknisins í teyminu er þó háð stöðu hans í stofnuninni, auk menntunar hans og persónuleika. Einnig hefur markmið teymis- ins og stærð þess verulega þýðingu fyrir starf læknisins í því. En í hvaða teymi sem er, er það meginhlutverk læknisins að sjá um, að velferð sjúklinganna, eða tilvonandi sjúklinga, sá alltaf höfð að leiðar- ljósi. Stærð teymisins og samsetning fer eftir markmiðinu og þeirri vinnu, sem framkvæma á. Einföldustu teymi þurfa ekki að saman- standa af fleirum en lækni, hjúkrunarkonu og aðstoðarstúlku, eða það geta verið teymi eins og hugsuð eru í læknamiðstöðvum, þar sem eru tveir eða fleiri læknar ásamt hjúkrunarkonu, meinatækni og riturum, eða það geta verið teymi, sem annast mjög flókin verkefni í meðferð og greiningu, þar sem þarf á að halda læknum með mismunandi sér- greinar, eðlisfræðingum, lífefnafræðingum, lyfjafræðingum, hjúkrun- arkcnum, og tæknifólki eða læknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, sjúkraþjálfum, iðjuþjálfum og öðru aðstoðarfólki. Stjórnun sjúkrahúsa og hvers kyns heilbrigðisstofnana er oftast einnig teymisvinna nú orðið, sem gerir enn nýjar kröfur til menntunar og reynslu læknisins. Því stærra og flóknara sem teymið verður, því meiri kröfur gerir það til þátttakendanna, og í okkar tilviki, sérstaklega til læknanna, til sam- vinnuvilja þeirra og samvinnugetu. Abyrgð læknis Ábyrgð læknisins á sjúklingum og meðferð þeirra, skapar honum sérstöðu í teyminu. Þessi sérstaða leiðir að minni hyggju til þess, að læknar verða að taka að sér forystuna í þeim teymum, sem annast læknisfræðilega meðferð og stjórnun. Allir munu vera sammála um, að hver fullmenntaður læknir eigi að vera hæfur til þess að stjórna teymi til sjúkdómsgreiningar og meðferðar. Hins vegar greinir menn á um hlutverk læknisins í þeim teymum, sem annast fjárhagsleg og ekki beint læknisfræðileg stjórnunaratriði í meðferð sjúklinga og í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.