Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1972, Síða 49

Læknablaðið - 01.11.1972, Síða 49
LÆKNABLAÐIÐ 179 verða þátttakendurnir að þekkja sameiginlegt markmið og hlutverk hinna þátttakendanna, til þess að ná þessu markmiði. Sumir í teyminu kynnast þessu í starfi, en aðrir verða að hafa verulega þekkingu áður, sem þeir hafa aflað sér með langvarandi námi og reynslu, sem þeir verða að nota hinum til leiðbeiningar. í læknismeðferðarteyminu er það fyrst og fremst sá, sem veitir teyminu forystu, sem verður að skilgreina markmiðið og gera áætlun um, hvernig því skuli náð, og skipuleggja vinnuna í samvinnu við aðra þátttakendur í teyminu, um leið og hann samhæfir störf þeirra, allt að svo miklu leyti sem hægt er á lýðræðislegan hátt. Læknirinn verður að hafa yfirlit yfir vinnu teymisins og sjá um, að nauðsynlegar og réttar ákvarðanir séu teknar á réttum tíma og framkvæmdar vegna sjúkdómsgreiningar og með- ferðar. Hversu lýðræðislegir sem við viljum vera, komumst við ekki framhjá þessu hlutverki læknisins. Ábyrgðinni gagnvart sjúklingun- um getum við ekki komið í umboð til annarra þátttakenda í meðferð- inni, jafnvel þó að teymið geti annazt allar rannsóknir og jafnvel alla meðferðina. Hlutverk læknisins í teyminu er þó háð stöðu hans í stofnuninni, auk menntunar hans og persónuleika. Einnig hefur markmið teymis- ins og stærð þess verulega þýðingu fyrir starf læknisins í því. En í hvaða teymi sem er, er það meginhlutverk læknisins að sjá um, að velferð sjúklinganna, eða tilvonandi sjúklinga, sá alltaf höfð að leiðar- ljósi. Stærð teymisins og samsetning fer eftir markmiðinu og þeirri vinnu, sem framkvæma á. Einföldustu teymi þurfa ekki að saman- standa af fleirum en lækni, hjúkrunarkonu og aðstoðarstúlku, eða það geta verið teymi eins og hugsuð eru í læknamiðstöðvum, þar sem eru tveir eða fleiri læknar ásamt hjúkrunarkonu, meinatækni og riturum, eða það geta verið teymi, sem annast mjög flókin verkefni í meðferð og greiningu, þar sem þarf á að halda læknum með mismunandi sér- greinar, eðlisfræðingum, lífefnafræðingum, lyfjafræðingum, hjúkrun- arkcnum, og tæknifólki eða læknum, sálfræðingum, félagsráðgjöfum, sjúkraþjálfum, iðjuþjálfum og öðru aðstoðarfólki. Stjórnun sjúkrahúsa og hvers kyns heilbrigðisstofnana er oftast einnig teymisvinna nú orðið, sem gerir enn nýjar kröfur til menntunar og reynslu læknisins. Því stærra og flóknara sem teymið verður, því meiri kröfur gerir það til þátttakendanna, og í okkar tilviki, sérstaklega til læknanna, til sam- vinnuvilja þeirra og samvinnugetu. Abyrgð læknis Ábyrgð læknisins á sjúklingum og meðferð þeirra, skapar honum sérstöðu í teyminu. Þessi sérstaða leiðir að minni hyggju til þess, að læknar verða að taka að sér forystuna í þeim teymum, sem annast læknisfræðilega meðferð og stjórnun. Allir munu vera sammála um, að hver fullmenntaður læknir eigi að vera hæfur til þess að stjórna teymi til sjúkdómsgreiningar og meðferðar. Hins vegar greinir menn á um hlutverk læknisins í þeim teymum, sem annast fjárhagsleg og ekki beint læknisfræðileg stjórnunaratriði í meðferð sjúklinga og í

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.