Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 01.11.1972, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 181 ALMENNINGSTENGSL Ekki er hægt að skilja svo við umræðu um frumkvæði læknisins í stjórnun, sem raunverulega snertir alla þá liði, er Guðlaugur Þor- valdsson rakti í gær, að ekki sé sérstaklega minnzt á liðinn „Afskipti af opinberum málum“, bæði almenningstengsl og opinber tengsl. Um þau hafa læknar yfirleitt verið heldur fáskiptnir, þó að nú séu kannski nokkur teikn um breytingu í þeim efnum. Því miður virðist enn svo sem þessi afskipti séu tiltölulega óskipuleg og tilviljanakennd. Tregða lækna við að taka opinberlega frumkvæði í þessum tengsium, er vafa- laust tengd skilningi þeirra á codex eticus, sem bannar þeim alla aug- lýsingastarfsemi á sjálfum sér og lækningum sínum. Fræðslu um starfsemi heilbrigðisstofnana, þarfir þeirra og skipulag, ætti þó auð- veldlega að vera hægt að veita á hlutlausan hátt, án þess að nokkur auglýsingabragur sé þar á. Hér á landi er þessi fræðsla mjög nauð- synleg, því að enn vantar okkur margt í heilbrigðismálum, sem frænd- ur okkar, Svíar, hafa löngu náð, og við erum enn fjarri að ná því marki, að ástæða sé til að hafa áhyggjur af, að þjóðarframleiðslan þoli ekki meira. Við þurfum því að kynna almenningi og opinberum aðil- um þarfirnar og möguleikana á að fullnægja þeim eða veita úrlausn, hvort heldur um er að ræða fyrirbyggingu eða meðferð sjúkdóma. Ef við ekki veitum slíka fræðslu og upplýsingar á hlutlausan hátt, getum við ekki vænzt þess, að þeir, sem valdið hafa, þ. e. a. s. almenn- ingur í landinu, geti vahð á milli ýmissa nauðsynlegra framkvæmda, eins og heilbrigðisstofnana, hafna eða hraðbrauta. STJÓRNUNARLÆKNINGAR Af því, sem hér hefur verið sagt að framan um nauðsyn á frum- kvæði læknis í öllum þáttum stjórnunar, heilbrigðisstofnana, ákvörð- unartöku, áætlunargerð, skipulagningu, framkvæmdastjórn eða eftir- liti, má ljóst vera, að fagna beri tillögu Dr. Terzman, um að forstjórar sjúkrahúsa framtíðarinnar eigi fyrst og fremst að vera læknismennt- aðir menn, sem hafi stjórnunarmenntun að auki. Sér við hlið hefðu þeir síðan sérfræðinga í ýmsum almennum rekstrarfræðilegum efn- um, auk ýmissa sérfræðinga í læknisfræði til aðstoðar við ákvörðunar- töku og áætlanagerð. Þetta leiðir til nauðsynjar á nýrri sérgrein innan læknisfræðinnar, sem nefna mætti stjórnunarlækningar, sem krefðist sennilega lengra og flóknara framhaldsnáms en flestar aðrar greinar, eftir því sem Guðlaugur Þorvaldsson hefur bent á. Slíkur læknir þyrfti að hafa mjög alhliða reynslu af ýmsum læknisstörfum, auk stjórnunar- fræðilegrar menntunar. Okkur, sem nú þegar erum orðnir læknar, og fáumst fyrst og fremst við einstaklingsbundnar lækningar, vex þetta að sjálfsögðu í augum. En ég geri ráð fyrir, að margir yngri menn, sem kannski eru meira félagslega sinnaðir eða meira hópsinnaðir en við erum, myndu vafalaust fást til að sinna verkefnum sem þessu ar miklum áhuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.