Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1972, Page 55

Læknablaðið - 01.11.1972, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 181 ALMENNINGSTENGSL Ekki er hægt að skilja svo við umræðu um frumkvæði læknisins í stjórnun, sem raunverulega snertir alla þá liði, er Guðlaugur Þor- valdsson rakti í gær, að ekki sé sérstaklega minnzt á liðinn „Afskipti af opinberum málum“, bæði almenningstengsl og opinber tengsl. Um þau hafa læknar yfirleitt verið heldur fáskiptnir, þó að nú séu kannski nokkur teikn um breytingu í þeim efnum. Því miður virðist enn svo sem þessi afskipti séu tiltölulega óskipuleg og tilviljanakennd. Tregða lækna við að taka opinberlega frumkvæði í þessum tengsium, er vafa- laust tengd skilningi þeirra á codex eticus, sem bannar þeim alla aug- lýsingastarfsemi á sjálfum sér og lækningum sínum. Fræðslu um starfsemi heilbrigðisstofnana, þarfir þeirra og skipulag, ætti þó auð- veldlega að vera hægt að veita á hlutlausan hátt, án þess að nokkur auglýsingabragur sé þar á. Hér á landi er þessi fræðsla mjög nauð- synleg, því að enn vantar okkur margt í heilbrigðismálum, sem frænd- ur okkar, Svíar, hafa löngu náð, og við erum enn fjarri að ná því marki, að ástæða sé til að hafa áhyggjur af, að þjóðarframleiðslan þoli ekki meira. Við þurfum því að kynna almenningi og opinberum aðil- um þarfirnar og möguleikana á að fullnægja þeim eða veita úrlausn, hvort heldur um er að ræða fyrirbyggingu eða meðferð sjúkdóma. Ef við ekki veitum slíka fræðslu og upplýsingar á hlutlausan hátt, getum við ekki vænzt þess, að þeir, sem valdið hafa, þ. e. a. s. almenn- ingur í landinu, geti vahð á milli ýmissa nauðsynlegra framkvæmda, eins og heilbrigðisstofnana, hafna eða hraðbrauta. STJÓRNUNARLÆKNINGAR Af því, sem hér hefur verið sagt að framan um nauðsyn á frum- kvæði læknis í öllum þáttum stjórnunar, heilbrigðisstofnana, ákvörð- unartöku, áætlunargerð, skipulagningu, framkvæmdastjórn eða eftir- liti, má ljóst vera, að fagna beri tillögu Dr. Terzman, um að forstjórar sjúkrahúsa framtíðarinnar eigi fyrst og fremst að vera læknismennt- aðir menn, sem hafi stjórnunarmenntun að auki. Sér við hlið hefðu þeir síðan sérfræðinga í ýmsum almennum rekstrarfræðilegum efn- um, auk ýmissa sérfræðinga í læknisfræði til aðstoðar við ákvörðunar- töku og áætlanagerð. Þetta leiðir til nauðsynjar á nýrri sérgrein innan læknisfræðinnar, sem nefna mætti stjórnunarlækningar, sem krefðist sennilega lengra og flóknara framhaldsnáms en flestar aðrar greinar, eftir því sem Guðlaugur Þorvaldsson hefur bent á. Slíkur læknir þyrfti að hafa mjög alhliða reynslu af ýmsum læknisstörfum, auk stjórnunar- fræðilegrar menntunar. Okkur, sem nú þegar erum orðnir læknar, og fáumst fyrst og fremst við einstaklingsbundnar lækningar, vex þetta að sjálfsögðu í augum. En ég geri ráð fyrir, að margir yngri menn, sem kannski eru meira félagslega sinnaðir eða meira hópsinnaðir en við erum, myndu vafalaust fást til að sinna verkefnum sem þessu ar miklum áhuga.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.