Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1973, Síða 12

Læknablaðið - 01.12.1973, Síða 12
236 LÆKNABLABÍÐ efna né hafa þau víðtæk áhrif á aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar. Önnur verkefni mynda hins vegar eins konar net á milli sín. Mynd 1 á að lýsa slíkri afstöðu verkefna innbyrðis. Verkefni, sem liggja við enda örvanna, eru annað hvort háð fyrri verk- efnum eða geta verið bætt og efld af þeim. T. d. eru verkefni A6 (Fjárhagsáætlanir) og A5 (Eftirlit með viðhaldi eigna) óháð hvort öðru, en B3 (Matardreifing til sjúklinga) byggir að nokkru leyti á B1 (Skráning sjúklinga) þar eð B3 notar upplýsingar um sjúklinga s. s. um nafn, aldur, númer, deild og stofa. Greinilegt er, að verkefni B1 og E1 mynda eins konar póla meðal þessara fjölmörgu verkefna. Ekki verður hjá því komizt að lýsa þeim, svo og nokkrum öðrum lykil- verkefnum, sem tengjast þeim og ekki hef- ur verið lýst í fyrri greinum. 2. Lýsing nokkurra lykilverkefna. . Heilsufarsgagnamiðstöð (El) Tilgangur slíkrar miðstöðvar er að veita starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar heilsu- farslegar upplýsingar um einstaklinga. Mynd 2 sýnir, hve æskileg hagkvæm söfn- un og geymsla upplýsinga í heilbrigðiskerf- inu er: Úr sömu frumupplýsingum eru notk- unarmarkmiðin afar frábrugðin. Auk hins greinilega gagns, sem stjórnendur heilbrigð- ismála geta haft af söfnun upplýsinga um rekstur heilbrigðiskerfisins, er gagn siíkrar miðstöðvar mjög mikið fyrir hinn almenna lækni bæði á sjúkrahúsi og utan þess. Greið- ur aðgangur að heilsufarslegum upplýsing- um varðandi sjúkling: 1. Sparar leit að upplýsingum í skjölum innan og utan stofnunarinnar (símtöl, bréf, o. s. frv.). 2. Veitir bráðar upplýsingar um áhættu- þætti einstaklings s. s. ofnæmi, blæðing- arsjúkdóma og hjartagalla. 3. Minnkar þörf á uppbyggingu og viðhaldi nafna- og sjúkraskrár á ótal stöðum. 4. Fækkar endurtekningum spurninga til sjúklinga þeim til óþæginda, læknum og öðru starfsfólki til tafar. 5. Getur fækkað rannsóknum og jafnvel innlagningum, ef fullnægjandi vitneskja finnst í gagnmiðstöð. 6. Samræmir upplýsingar og stuðlar þann- ig að aukinni samvinnu milli lækna, deilda og stofnana. Áfangar í uppbyggingu miðstöðvarinnar 1. áfangi í lok fyrsta áfanga mundi gagnmiðstöðin geyma eftirfarandi upplýsingar um allar sjúkrahúslegur á landinu: Persónuupplýs- ingar, komu og brottfarardagsetningar, sjúkrahús og deild, sjúkraskrárnúmer, sjúk- dómsgreiningar, aðgerðir, upplýsingar um áhættuþætti, nafn útskrifandi læknis og trúnaðarlykil. Verkefni B1 mundi sjá um öflun ofangreindra upplýsinga. 2. áfangi Komnar eru til viðbótar upplýsingar um allar röntgenskoðanir á Reykjavíkursvæð- inu svo og um allar ónæmisaðgerðir á land- inu. Verkefnin C2 og D9 mundu sjá um öfl- un þessara upplýsinga. 3. áfangi Komnar eru niðurstöður frá ýmsum (helztu, stærstu) rannsóknarstofum til viðbótar. Verkefni Cla mundi sjá um öfl- un þessara upplýsinga frá rannsóknardeild- um sjúkrahúsa en önnur verkefni (m.a. D7 og D8) frá öðrum stöðum. 4. áfangi Komnar eru allar lyfjagjafir á Reykjavík- ursvæði til viðbótar. Þessara upplýsinga er aflað 1) frá sjúkrahúsum í gegnum verk- efni B4 2) frá apótekum í gegnum verkefni D4: Apótekin yrðu annað hvort í beinu sam- bandi við gagnamiðstöð eða lyfseðlar yrðu vélfærðir eftir á í sambandi við uppgjör apóteka við sjúkrasamlög og Trygginga- stofnun. Uppbygging heilsufarsgagnamiðstöðvar er þróun, sem hentar íslenzkum aðstæðum sérstaklega vel. Landið er fámennt og íbúar flytjast lítið til og frá landinu. Grunnar að slíkri miðstöð eru þegar til og erlendir að- ilar hafa í báðum tilfellum stuðlað að upp- setningu þeirra: þjóðskráin og upplýsinga- grunnur erfðafræðinefndar. Enn fremur eru allar sjúkrahúslegur í Reykjavík vél- skráðar á nokkuð samræmdan hátt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.