Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1973, Page 17

Læknablaðið - 01.12.1973, Page 17
LÆKNABLAÐIÐ 237 Sjúkdóma-, aðgerða- og meðferðar- skrár (E2) Þessi gagnamiðstöð mundi að öllu leyti vera mötuð af upplýsingum er streyma til heilsufarsgagnamiðstöðvarinnar. Gagna- miðstöð E1 er miðuð við upplýsingar um einstaklinga, en gagnamiðstöð E2 á að geta svarað fyrirspurnum af eftirfarandi tagi: — Hvaða einstaklingar hafa fengið sjúk- dóm x milli 1968 og 1971? — Hvaða einstaklingar hafa fengið lyf y vegna sjúkdóms z? -— Á hvaða einstaklingum innan 16 ára hefur aðgerS a og aðgerð b verið fram- kvæmd í sömu sjúkrahúslegu Rúmaskrá sjúkrahúsa (E3) Þessi tölvuskrá á að geyma vitneskju um rúmastöðu í öllum viðtengdum sjúkrahús- um. Slík skrá gerir það kleift að ráðstafa sjúkrarúmum á hagkvæmari íhátt fyrir heildina en núverandi aðferð, sem fólgin er í því, að hver sérdeild hugsar fyrst og fremst um að fylla ,,sín eigin” rúm. Skilyrði fyrir uppsetningu slíkrar skrár mundu vera: 1. Skilningur heilbrigðisstjórnar og lækna á nauðsyn samræmdrar ráðstöfunar á gæðum (resources) sjúkrahúsa. 2. Beint samband frá viðkomandi sjúkra- húsum til tölvuskrár. 3. Starfræksla verkefnis B1 (Skráning sjúklinga) í viðkomandi sjúkrahúsi, þ. e. a. s. upplýsingar um innlagningar, út- skriftir og flutninga á milli deilda verða að streyma jafnóðum inn í þetta kerfi til þess að rúmaskrá sé rétt á hverjum tíma. Skráning sjúklinga (Bl) Grundvöllur fyrir hagræðingu á upplýs- ingamiðlun innan sjúkrahúss er tafarlaus innskráning sjúklinga. Margir aðilar í sjúkrahúsinu þurfa að vita um fullt nafn, fæðingardag, nafnnúmer, deild, stofu og rúmnúmer hvers sjúklings og ennfremur, hvenær hann er lagður inn, hvort og hve- nær hann flytzt milli deilda og hvenær hann útskrifast. Meðal þeirra aðila er þurfa á þessum upplýsingum að halda eru: — Sjúklingabókhald — Símaafgreiðsla — Hjúkrunarfólk — Eldhúsið — Rannsóknardeildir innan og utan sjúkrahúss — Röntgendeild — Ritarar á viðkomandi deild í viðbót við það hagræði sem tafarlaus og nákvæm skráning skapar fyrir nefnda að- ila, getur hún: — gefið heildaryfirlit yfir rúmanýtingu deilda og sjúkrahússins — gefið upp hvaða rúm eru laus á hverj- um tíma — skapað grundvöll fyrir talningar á sjúklingum — fækkað villukenndum og ófullkomn- um innlagningar- og útskriftargögn- um (þetta er meira vandamál en flesta grunar). Nánari lýsingar á slíku skráningarkerfi er að finna í heimildum nr. 3, 5, 15, 16, 28, 31 og 34 sem getið er í grein höfundar í Læknablaði tbl. 3.—4. 1973. Upplýsingamiðlun milli lækna utan spítala og gagnamiðstöðva (D2) Til þess, að hver aðili, er veitir heilbrigð- isþjónustu utan sjúkrahúsa, geti haft gagn af væntanlegri heilsufarsgagnamiðstöð er hægt að nota tvær megin miðlunarleiðir: 1. Læknahópar, heilsugæzlustöðvar og aðr- ar heilbrigðisstofnanir af verulegri stærð myndu nota ,,on-line” endastöðvar (t. d. ritvél eða/og skermstöð) til að fá fram upplýsingar. 2. Smærri stofnanir og sjálfstæðir læknar myndu líklega fá upplýsingar frá mið- stöð með pósti. Þegar mikið lægi á, gæti nægt upphringing í starfsfólk, er hefði aðgang að gagnamiðstöðinni í gegnum endastöð. Til þess að nýta þær heilsufarsupplýsing- ar, sem skapastutan sjúkrahúsa á sama hátt og sjúkrahúsupplýsingar, er nauðsynlegt að staðla hluta þeirra klínisku upplýsinga, sem safnast á víð og dreif meðal lækna. Á þetta einkum við lykilupplýsingar s. s. sjúk- dómsgreiningu, aðgerð, bráðar upplýsingar o. s. frv. Þessum upplýsingum er einnig nauðsynlegt að safna vegna annarra verkefna en El, t. d. úrvinnslu Heilbrigðisskýrslna annars vegar og uppgjörs læknisverka hins vegar. Væri

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.