Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1973, Síða 17

Læknablaðið - 01.12.1973, Síða 17
LÆKNABLAÐIÐ 237 Sjúkdóma-, aðgerða- og meðferðar- skrár (E2) Þessi gagnamiðstöð mundi að öllu leyti vera mötuð af upplýsingum er streyma til heilsufarsgagnamiðstöðvarinnar. Gagna- miðstöð E1 er miðuð við upplýsingar um einstaklinga, en gagnamiðstöð E2 á að geta svarað fyrirspurnum af eftirfarandi tagi: — Hvaða einstaklingar hafa fengið sjúk- dóm x milli 1968 og 1971? — Hvaða einstaklingar hafa fengið lyf y vegna sjúkdóms z? -— Á hvaða einstaklingum innan 16 ára hefur aðgerS a og aðgerð b verið fram- kvæmd í sömu sjúkrahúslegu Rúmaskrá sjúkrahúsa (E3) Þessi tölvuskrá á að geyma vitneskju um rúmastöðu í öllum viðtengdum sjúkrahús- um. Slík skrá gerir það kleift að ráðstafa sjúkrarúmum á hagkvæmari íhátt fyrir heildina en núverandi aðferð, sem fólgin er í því, að hver sérdeild hugsar fyrst og fremst um að fylla ,,sín eigin” rúm. Skilyrði fyrir uppsetningu slíkrar skrár mundu vera: 1. Skilningur heilbrigðisstjórnar og lækna á nauðsyn samræmdrar ráðstöfunar á gæðum (resources) sjúkrahúsa. 2. Beint samband frá viðkomandi sjúkra- húsum til tölvuskrár. 3. Starfræksla verkefnis B1 (Skráning sjúklinga) í viðkomandi sjúkrahúsi, þ. e. a. s. upplýsingar um innlagningar, út- skriftir og flutninga á milli deilda verða að streyma jafnóðum inn í þetta kerfi til þess að rúmaskrá sé rétt á hverjum tíma. Skráning sjúklinga (Bl) Grundvöllur fyrir hagræðingu á upplýs- ingamiðlun innan sjúkrahúss er tafarlaus innskráning sjúklinga. Margir aðilar í sjúkrahúsinu þurfa að vita um fullt nafn, fæðingardag, nafnnúmer, deild, stofu og rúmnúmer hvers sjúklings og ennfremur, hvenær hann er lagður inn, hvort og hve- nær hann flytzt milli deilda og hvenær hann útskrifast. Meðal þeirra aðila er þurfa á þessum upplýsingum að halda eru: — Sjúklingabókhald — Símaafgreiðsla — Hjúkrunarfólk — Eldhúsið — Rannsóknardeildir innan og utan sjúkrahúss — Röntgendeild — Ritarar á viðkomandi deild í viðbót við það hagræði sem tafarlaus og nákvæm skráning skapar fyrir nefnda að- ila, getur hún: — gefið heildaryfirlit yfir rúmanýtingu deilda og sjúkrahússins — gefið upp hvaða rúm eru laus á hverj- um tíma — skapað grundvöll fyrir talningar á sjúklingum — fækkað villukenndum og ófullkomn- um innlagningar- og útskriftargögn- um (þetta er meira vandamál en flesta grunar). Nánari lýsingar á slíku skráningarkerfi er að finna í heimildum nr. 3, 5, 15, 16, 28, 31 og 34 sem getið er í grein höfundar í Læknablaði tbl. 3.—4. 1973. Upplýsingamiðlun milli lækna utan spítala og gagnamiðstöðva (D2) Til þess, að hver aðili, er veitir heilbrigð- isþjónustu utan sjúkrahúsa, geti haft gagn af væntanlegri heilsufarsgagnamiðstöð er hægt að nota tvær megin miðlunarleiðir: 1. Læknahópar, heilsugæzlustöðvar og aðr- ar heilbrigðisstofnanir af verulegri stærð myndu nota ,,on-line” endastöðvar (t. d. ritvél eða/og skermstöð) til að fá fram upplýsingar. 2. Smærri stofnanir og sjálfstæðir læknar myndu líklega fá upplýsingar frá mið- stöð með pósti. Þegar mikið lægi á, gæti nægt upphringing í starfsfólk, er hefði aðgang að gagnamiðstöðinni í gegnum endastöð. Til þess að nýta þær heilsufarsupplýsing- ar, sem skapastutan sjúkrahúsa á sama hátt og sjúkrahúsupplýsingar, er nauðsynlegt að staðla hluta þeirra klínisku upplýsinga, sem safnast á víð og dreif meðal lækna. Á þetta einkum við lykilupplýsingar s. s. sjúk- dómsgreiningu, aðgerð, bráðar upplýsingar o. s. frv. Þessum upplýsingum er einnig nauðsynlegt að safna vegna annarra verkefna en El, t. d. úrvinnslu Heilbrigðisskýrslna annars vegar og uppgjörs læknisverka hins vegar. Væri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.