Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.12.1973, Side 23

Læknablaðið - 01.12.1973, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 243 Hér hef ég talið upp fernskonar sjúk- leg fyrirbæri sjónarinnar sem eru bein afleiðing rangeygðar: : 1. Sjónbælingu eða suppression. 2. Hálfblindu vegna vannotkunar eða strabismus amblyopia. 3. Afbrigðilega sjónusamsvörun eða ARC. 4. Hliðlæga innmiðun eða excentriska fixation. Við sjónþjálfun eða orthoptiska með- ferð eru þetta þau fjögur höfuðatriði, sem athyglin beinist að fyrst og fremst. Allri skipulagðri meðferð við rangeygð má skipta niður í vel afmarkaða áfanga: a) Að hindra sjóndepru annars augans. Sé hún þegar fyrir hendi, er leitast við að bæta hana þannig, að sjónin verði jafngóð á báðum augum, svo framarlega sem því marki verður náð. b) Að gera augun réttstæð, venjulegast með skurðaðgerð en einnig með hjálp gleraugna. c) Að þjálfa upp samsjón milli augn- anna og að lokum þvívíddarsjón, sé þess kostur. Aldrei verður of rík áherzla lögð á þýðingu þess, að börn komi fljótt til meðferðar við rangeygð, eða jafnskjótt og einkenna verður vart. Það er alröng afstaða til vandans, að álykta sem svo, að meðferðin megi bíða þangað til barnið verði eldra og meðfærilegra og kannske gera sig þannig sekan um að með barninu þróist amblyopi, sem síðar tekur marga mánuði eða ár að bæta, sé það á annað borð mögulegt. Því lengur sem ástandið hefur varað og barnið er eldra, því erf- iðari og árangursminni er oftast meðferð- in. Álitið er, að u. þ. b. einn þriðji hluti allra barna með rangeygð hafi svokallað- an accomodativ strabismus. Sameiginlega hafa þessir sjúklingar fjarsýni (hypermetr- opi) og er þetta hin afgerandi orsök á- standsins. í grófum dráttum er skýringin sú, að sá, sem fjarsýnn er, þarf að nærinnstilla (accomodera)augun til að sjá skýrt frá sér. Sem kunnugt er fylgir nærinnstillingu einnig convergens, sem þeir fjarsýnu verða að hamla á móti (eða dissociera) til að halda augunum samsíða fyrir fjarlægð. Þessi togstreita verður oftlega óviðráðanleg og þeg- ar convergensþvingunin ber sigur úr býtum yfir fusionþörfinni er barnið orð- ið rangeygt. Þessa þróun er hægt að liindra með því að láta barnið hafa rétt gleraugu í tíma. í byrjun sjást oft ein- kennin aðeins þegar barnið er syfjað eða þreytt. Væri hægt að spara þessum ein- staklingum mikinn vanda og bægja frá þeim miklum leiðindum, ef almennur skilningur væri fyrir því að fara með börnin til meðferðar strax á þessu stigi. Sé hins vegar ekkert að gert, fá börn með fjarsýni oft einnig sjóndepru á ann- að augað, þar sem ljósbrotsmunur (an- isometropi) er ekki ótíður í þessum til- fellum. Það er einna hrapalegast, þegar þessi börn eru vanrækt, þar sem meðferð- in getur verið svo einföld og árangurs- rik. Þegar lækna skal hálfblindu eða koma í veg fyrir hana á rangstæðu auga, er occlusionsmeðferðin vanalegust. Maður einfaldlega bindur fyrir betra augað og þvingar fram notkun á verra auganu, sem á þann hátt fær tækifæri til að þroskast til góðrar sjónar og gagnsemi til jafns við hitt. Ekki er þetta vinsæl meðferð hjá smábörnum og kostar oft grát og gnístr- an tanna, sérstaklega þegar annað augað er mjög sjóndapurt við byrjun meðferðar. Að sjálfsögðu er góður skilningur og að- stoð foreldranna oft það, sem úrslitaþýð- ingu hefur. í byrjun er stundum hægt að komast af með að atropinisera betra aug- að, og er það ólíkt handhægara í fram- kvæmd. í erfiðari tilfellum verður stund- um að leggja sjúklinginn inn í forsjá þeirra, sem með hann kunna að fara, þangað til verstu byrjunarörðuleikarnir eru afstaðnir. Sé occlusionsmeðferðinni ekki framfylgt með árangri, verður eftir- leikurinn erfiðari, því góð sjón er undir- staða síðasta áfanga meðferðarinnar. Við skiptirangeygð er ekki hætta á amblyopi. Sumir vilja þó í slíkum tilfellum binda fyrir augun til skiptis og hindra með því afbrigðilega sjónusamsvörun. Er það að sjálfsögðu til bóta, sé að því stefnt að þjálfa síðar upp góða samsjón. Þau börn, sem ekki er hægt að fá rétt- stæð með gleraugum einum saman, þurfa skurðaðgerðar við. Reiknum með að þau

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.