Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1973, Page 37

Læknablaðið - 01.12.1973, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 247 FRÁ EYÐUBLAÐANEFND L.í. Á fundi í stjórn og meðstjórn Lækna- félags Reykjavíkur, 8. fefor. 1972, var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: „Stefna ber að því að komið verði á sameiginlegu sjúkra- skrárformi til notkunar fyrir alla lækna, starfandi utan sjúkrahúsa, og í öðru lagi að samræmd verði sjúkraskrárform allra sjúkrahúsa í landinu.“ Fundurinn fól stjórn L.R. að skipa nefnd eða nefndir lækna til þess að hrinda þessu máli í framkvæmd. f ályktuninni var fyrst og fremst taliað um sjúkraskrár, en í raun- inni var verkefni nefndarinnar að sam- ræma eftir því sem hægt væri, allar teg- undir eyðublaða og skýrsluforma, sem læknar nota bæði innan og utan sjúkra- húsa, en eins og kunnugt er, hafa formin verið hvert með sínu móti innan sama sjúkrahúss og fjöldi afbrigða jafnvel far- ið eftir því, hve deildir spítalans voru margar. f nefndina voru skipaðir Guðmundur Árnason, Gunnlaugur Snædal og Stefán Bogason. Nefndin tók til starfa fljótlega eftir að hún var skipuð. Fyrsta verkefni hennar var að safna að sér eyðublöðum læknis- fræðilegs eðlis hvaðanæva af landinu og fengum við yfirleitt send flest eyðublöð í fjórriti. Evðublöð bárust nefndinni frá Akranesi, Akurevri, Borgarsnítalanum. Blönduósi, Egilssthðum, Fæðíngarheimili Fevkjavík- ur. Hafnarfirði, Heilsuverndarstöð Revkja- víkur, Húsavík. Hvammstanga. ísafirði, Keflavik, Kleppssnítalanum, Landakoti, f.andsnítalanum, Norðfirði, Patreksfirði, Revkialundi, Sifflufirði. Stvkkishólmi, Sanðárkróki, Tryggingast.ofnun ríkisins, Vestmannaevjum og Vífilsstöðum. Auk bess heúrr nefndin fenffið evðublöð vmiss konar. sem til voru á skrjfstufu T æknafélags fslands, sem og eyðublöð alls konar, sem starfandi læknar hafa haft und- ir höndum. Þá hefur nefndin aflað sér fjölda er- lendra eyðublaða læknisfræðilegs eðlis, einkanlega þeirra, sem notuð eru í Sví- þjóð- Er allur þessi eyðublaðafjöldi hafði bor- ist nefndarmönnum hraus þeim næstum hugur við að reyna að koma skipulagi á þessi mál. Eyðublöðin skiptu þúsundum og voru af nær jafn mörgum stærðum. Sum eyðublaðanna, sem notuð voru í sama tilgangi, voru af um 30 mismunandi gerðum og stærðum. Lá ljóst fyrir að stefna bæri að því •—• að fækka eyðublöðunum, þannig að helst væru ekki nema 1-2 eyðublöð til sams konar nota; — að staðl'a eyðublöðin, þannig að þau væru aðallega af 2 stærðum (nefndar- mönnum kom saman um að hafa blöð- in sem flest af stærðunum A4 og A5L); — að gera eyðublöðin þannig úr garði að þau yrðu a. m. k. sum hver í samriti, til þess að minnka skriffinnskuna; — að samræma gerð flestra eyðublaða þannig, að viss hluti eyðublaðsins væri alveg samræmdur, einkanlega sá hluti (höfuðið), sem ætlaður er fyrir stimpiláritunarvélar. Töldu nefndarmenn að með þessu móti yrði — prentunarkostnaður minni; — mikil vinnuhagræðing og mun minni tilkostnaður við að fylla út eyðublöðin (talið er að kostnaður við að skrá á eyðublöðin sé yfirleitt þrítugfaldur prentunarkostnaður); —• úrvinnsla öll úr þeim upplýsingum, sem á eyð"blöðunumi stæði, yrði mikl- um mun fljótlegri, auk þess sem ýmiss konar hagræði annað og öryggi yrði við að samræma þau;

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.