Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1973, Page 48

Læknablaðið - 01.12.1973, Page 48
254 LÆKNABLAÐIÐ aðstaða til þess að gera nauðsynlegar að- gerðir og byrja meðferð. Þetta hefur einkum reynst árangursríkt víð mikil siys, eitranir, og hjartasjúkdóma. Enn er ekki til hér á landi neinn sjúkra- bíll, sem uppfyllir þau skilyrði, sem þarf til þess, að hægt sé að koma við meðferð af þessu tagi. Um leið og við eignumst slíka bíla verður að sjálfsögðu að taka afstöðu til þess, hvernig tengslum sjúkraflutninga og sjúkrahúsa verður háttað, og hvaða starfs- lið sjúkrahúsa þarf að vera tiltækt til að fara með sjúkrabíl á slysstað eða í heima- hús, þar sem sérstakrar meðferðar er þörf. Sums staðar erlendis mun það tíðkast, að almennir sjúkraflutningar hafa haldist í svip- uðu horfi og hér er nú, en að jafnaði sé til- tækur á ákveðnu sjúkrahúsi sérstakur bíll, sem hægt sé að kalla út, þegar þörf krefur, vegna þeirra tilfella, sem nauðsynlegt er að fái meðferð eins fljótt og unnt er. Skýrslur hafa verið birtar um gagnsemi slíkra bíla, bæði frá Norðurlöndum, Bret- landi og víðar, og virðist enginn vafi á því, að með því að hafa bíl af þessu tagi til- tækan, ásamt starfsliði, sem þekkingu hef- ur til að bera, má bjarga mannslífum. Eink- um á þetta við um hjartasjúkdóma og eitr- anir, en kemur einnig fyrir t. d. í sambandi við slys. 4. öll starfsemi kostar peninga og öll starfsemi, sem halda þarf uppi órofið allan daginn, alia daga, er mjög dýr. í almanna- tryggingalögum nú er rætt um hvernig sjúkratryggingar eiga að greiða sjúkraflutn- inga og segir svo í 43. grein almannatrygg- ingalaga, að sjúkrasamlag skuli greiða óhjá- kvæmilegan flutningskostnað sjúks samlags- manns í sjúkrahús innanlands að 3/4 hlut- um, enda sé flutningsþörf svo bráð og heilsu hins sjúka svo varið, að hann verði ekki fluttur eftir venjulegum farþegaflutnings- leiðum að dómi samlagslæknis og sjúkra- samlagsstjórnar. Þessi ákvæði almannatryggingarlaga hafa einkum komið að gagni fyrir fólkið úti á landsbyggðinni, þar sem flutningar með sjúkrabílum eru oft langir og því dýrir og meginhluti sjúkraflutninga fer fram með sjúkraíiugi, oft um langan veg. Mér finnst mjög eðlilegt að gera ráð fyrir því, að í framtíðinni verði nauðsynlegur sjúkraflutningur til Iæknis eða sjúkrahúss greiddur á sama hátt og vistun á sjúkrahúsi. Einkum virðist þetta eðlilegt, ef heilbrigðis- oijórn og þeir, sem reka sjúkrastofnanir, taka meiri þátt í skipulagningu þeirra mála en vorið hefur hingað til og ættu því að geta haft betra yfirlit yfir, hver eðlilegur kostnaður við sjúkraflutningana er. Af því, sem hér hefur verið rakið, ætti aö vera auðsætt, að það er tímabært, að sjúkraflutningakerfin hér á landi verði tekin til rækilegrar endurskoðunar og reynt verði að gera sér grein fyrir því, hvar úrbætur eiga rétt á sér og með hvaða móti það verði best tryggt, að sjúkir og slasaðir komist án taíar undir læknishendur til meðferðar. Þetta hiýtur að verða sameiginlegt verk- cvni hoiibrigðisstjórnarinnar og allra þeirra aðila, gr þessum málum sinna nú og er þess að vænía, að heiibrigðisstjórnin hafi for- göngu um að þessi athugun fari fram. Verða þær niðurstöður, er af þessari ráðstefnu fás'i, vafalaust veganesti þeim, er að því koma. Páll Sigurðsson

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.