Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.12.1973, Page 51

Læknablaðið - 01.12.1973, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 257 sviði viðhaldsmenntunar lækna og læknar hafa í auknum mæli tekið þátt í námskeið- um og fundahöldum í þessu skyni. Innan læknafélaganna hafa orðið miklar umræður um nám lækna og tillögur um framtíðar- skipulag framhalds- og viðhaldsmenntunn- ar hafa verið bornar fram. Má því segja að stefnan í þessum málum sé að mótast. Stefna Læknafélags íslands í þessum mál- um er sú; að framhaldsmenntun lækna fari fram á vegum læknadeildar Háskólans en læknafélögin hafi áfram frumkvæðið við framkvæmd viðhaldsmenntunar, enda hafa þau eins og áður er sagt, þegar haslað sér völl á þessu sviði. Verður að telja að það sé vert viðfangsefni læknafélaganna að skipuleggja og efla sem bezt viðhaldsmennt- un stéttarinnar. Eftir sem áður ber að leggja ríka áherzlu á, að allir aðilar, sern málið snertir: heilbrigðisyfirvöld, lækna- deild, læknafélög, sjúkrahús, heilsugæzlu- stöðvar o. s. frv., vinni sem bezt saman við eflingu framhalds- og viðhaldsmenntunar lækna. Læknaskortur. Svo mikið hefur verið rætt um læknaskortinn á undanförnum ár- um, að ástæðulaust er að fara fleiri orðum um þann vanda, sem hann hefur skapað, einkum í dreifbýlinu. Hins vegar verður ekki betur séð en að framundan séu betri tímar í þessum efnum. Á næstu árum munu útskrifast stærri hópar frá læknadeild Há- skóla íslands en að undanförnu. Hvort hinir ungu læknar sækjast strax eftir störfum hér á landi, mun að miklu leyti fara eftir þeim vinnuskilyrðum, sem fyrir hendi verða. Þá ályktun má m. a. draga af niður- stöðum könnunar, sem félag yngri lækna lét gera fyrir fáum árum. Sú niðurstaða er ákveðin vísbending um að hraða þurfi sem mest byggingu heilsugæzlustöðva víðs veg- ar um landið á þeim stöðum, sem ákveðnir eru með nýju heilbrigðismálalöggjöfinni, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Rétt er að benda á, að með aukinni að- stöðu til framhaldsmenntunar lækna hér á landi fæst vinnuafl, sem annars tapast til útlanda. Má ætla að áhrifa vegna þessa fari að gæta hér fljótlega með eflingu sjúkra- húsanna, sem senn ættu að vera fær um að taka að sér hluta af framhaldsmenntuninni. Loks má hafa í huga, að kjör ungra lækna hafa nú jafnast nokkuð milli íslands og Norðurlanda. Af þeirri ástæðu mun væntan- lega draga úr því, að íslenzkir læknar dvelji langdvölum erlendis. Við þær breyttu aðstæður, sem að framan er lýst og kunna að valda talsverðri fjölgun í læknastétt í náinni framtíð, er ekki óeðli- legt, að menn leiði hugann að því, hvort um verði að ræða breytingu frá læknaskorti til offjölgunar lækna. í því sambandi er rétt að hafa í huga, að þróunin hefur verið sú, að eftirspurn eftir læknisþjónustu hefur vaxið miklu meir en svarar til fólksfjölgun- ar. Engin ástæða er til að ætla, að á þessu verði breyting í náinni framtíð. Reynslan sýnir, að til að nýta framfarir í læknisfræði þarf mjög mannfrekar aðgerðir, þrátt fyrir allar tækniframfarir. Má benda á gjör- gæzludeildir af ýmsu tagi í þessu sambandi. Þessari þróun mun þó verða takmörk sett vegna kostnaðar og ýmsar þjóðir stynja þegar undan kostnaði við heilbrigðisþjón- ustuna. Hér á landi hefur stórlega skort fjármagn til að nýta ýmsar framfarir í læknavísindum til lækninga og mun það halda áfram að takmarka læknaþörfina í landinu. Hvort til offjölgunar kemur í læknastétt í náinni framtíð, hlýtur auk þess að ráðast mjög af þvi, hvort læknadeild tak- markar aðgang að deildinni eða ekki. Af framangreindum hugleiðingum má vera ljóst að fjöldi verkefna í heilbrigðismálum bíður úrlausnar og jafnframt, að framþróun á sviði heilbrigðismála mun tæpast tak- markast af fámenni í læknastétt í framtíð- inni, heldur fyrst og fremst af fjármagns- skorti. Að því leiðir, að ef við trúum því að bætt og aukin heilbrigðisþjónusta (lækn- isþjónusta) sé æskileg fyrir þjóðfélagið og muni leiða til aukinnar heilbrigði þegnanna og koma í veg fyrir ótímabæra sjúkdóma og dauða, þá beri læknastéttinni að beita áhrifum sínum við fjárveitingavaldið og krefjast aukinna og hraðari framkvæmda á sviði heilbrigðismála. Stjórn L.í. hefur talið, að brýnasta verkefnið á þessu sviði sé að efla læknisþjónustu utan sjúkrahúsa, en þar búa læknar við versta starfsaðstöðu. Heilsugæzlustöðvarnar eiga að vera vel út- búinn vinnustaður fyrir heilbrigðisstéttirn- ar víðs vegar um landið og munu þær gera nauðsynlegt hópstarf og samstarf þessara stétta við heilbrigðisþjónustuna framkvæm- anlegt.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.