Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1973, Síða 51

Læknablaðið - 01.12.1973, Síða 51
LÆKNABLAÐIÐ 257 sviði viðhaldsmenntunar lækna og læknar hafa í auknum mæli tekið þátt í námskeið- um og fundahöldum í þessu skyni. Innan læknafélaganna hafa orðið miklar umræður um nám lækna og tillögur um framtíðar- skipulag framhalds- og viðhaldsmenntunn- ar hafa verið bornar fram. Má því segja að stefnan í þessum málum sé að mótast. Stefna Læknafélags íslands í þessum mál- um er sú; að framhaldsmenntun lækna fari fram á vegum læknadeildar Háskólans en læknafélögin hafi áfram frumkvæðið við framkvæmd viðhaldsmenntunar, enda hafa þau eins og áður er sagt, þegar haslað sér völl á þessu sviði. Verður að telja að það sé vert viðfangsefni læknafélaganna að skipuleggja og efla sem bezt viðhaldsmennt- un stéttarinnar. Eftir sem áður ber að leggja ríka áherzlu á, að allir aðilar, sern málið snertir: heilbrigðisyfirvöld, lækna- deild, læknafélög, sjúkrahús, heilsugæzlu- stöðvar o. s. frv., vinni sem bezt saman við eflingu framhalds- og viðhaldsmenntunar lækna. Læknaskortur. Svo mikið hefur verið rætt um læknaskortinn á undanförnum ár- um, að ástæðulaust er að fara fleiri orðum um þann vanda, sem hann hefur skapað, einkum í dreifbýlinu. Hins vegar verður ekki betur séð en að framundan séu betri tímar í þessum efnum. Á næstu árum munu útskrifast stærri hópar frá læknadeild Há- skóla íslands en að undanförnu. Hvort hinir ungu læknar sækjast strax eftir störfum hér á landi, mun að miklu leyti fara eftir þeim vinnuskilyrðum, sem fyrir hendi verða. Þá ályktun má m. a. draga af niður- stöðum könnunar, sem félag yngri lækna lét gera fyrir fáum árum. Sú niðurstaða er ákveðin vísbending um að hraða þurfi sem mest byggingu heilsugæzlustöðva víðs veg- ar um landið á þeim stöðum, sem ákveðnir eru með nýju heilbrigðismálalöggjöfinni, bæði í dreifbýli og þéttbýli. Rétt er að benda á, að með aukinni að- stöðu til framhaldsmenntunar lækna hér á landi fæst vinnuafl, sem annars tapast til útlanda. Má ætla að áhrifa vegna þessa fari að gæta hér fljótlega með eflingu sjúkra- húsanna, sem senn ættu að vera fær um að taka að sér hluta af framhaldsmenntuninni. Loks má hafa í huga, að kjör ungra lækna hafa nú jafnast nokkuð milli íslands og Norðurlanda. Af þeirri ástæðu mun væntan- lega draga úr því, að íslenzkir læknar dvelji langdvölum erlendis. Við þær breyttu aðstæður, sem að framan er lýst og kunna að valda talsverðri fjölgun í læknastétt í náinni framtíð, er ekki óeðli- legt, að menn leiði hugann að því, hvort um verði að ræða breytingu frá læknaskorti til offjölgunar lækna. í því sambandi er rétt að hafa í huga, að þróunin hefur verið sú, að eftirspurn eftir læknisþjónustu hefur vaxið miklu meir en svarar til fólksfjölgun- ar. Engin ástæða er til að ætla, að á þessu verði breyting í náinni framtíð. Reynslan sýnir, að til að nýta framfarir í læknisfræði þarf mjög mannfrekar aðgerðir, þrátt fyrir allar tækniframfarir. Má benda á gjör- gæzludeildir af ýmsu tagi í þessu sambandi. Þessari þróun mun þó verða takmörk sett vegna kostnaðar og ýmsar þjóðir stynja þegar undan kostnaði við heilbrigðisþjón- ustuna. Hér á landi hefur stórlega skort fjármagn til að nýta ýmsar framfarir í læknavísindum til lækninga og mun það halda áfram að takmarka læknaþörfina í landinu. Hvort til offjölgunar kemur í læknastétt í náinni framtíð, hlýtur auk þess að ráðast mjög af þvi, hvort læknadeild tak- markar aðgang að deildinni eða ekki. Af framangreindum hugleiðingum má vera ljóst að fjöldi verkefna í heilbrigðismálum bíður úrlausnar og jafnframt, að framþróun á sviði heilbrigðismála mun tæpast tak- markast af fámenni í læknastétt í framtíð- inni, heldur fyrst og fremst af fjármagns- skorti. Að því leiðir, að ef við trúum því að bætt og aukin heilbrigðisþjónusta (lækn- isþjónusta) sé æskileg fyrir þjóðfélagið og muni leiða til aukinnar heilbrigði þegnanna og koma í veg fyrir ótímabæra sjúkdóma og dauða, þá beri læknastéttinni að beita áhrifum sínum við fjárveitingavaldið og krefjast aukinna og hraðari framkvæmda á sviði heilbrigðismála. Stjórn L.í. hefur talið, að brýnasta verkefnið á þessu sviði sé að efla læknisþjónustu utan sjúkrahúsa, en þar búa læknar við versta starfsaðstöðu. Heilsugæzlustöðvarnar eiga að vera vel út- búinn vinnustaður fyrir heilbrigðisstéttirn- ar víðs vegar um landið og munu þær gera nauðsynlegt hópstarf og samstarf þessara stétta við heilbrigðisþjónustuna framkvæm- anlegt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.