Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 21

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 21
7/jíf-tl /*X3o/ Hit-.lttri-t LÆKNABLAÐIÐ 69 k/^ö’/7íí 9 /cmArsvo /3d~ /OOO jrytsArf-crscm-i /t?ff ssrr c3/'ctj //o/eAro-3 mf/ys- cr/o'r/ °9 Aryrt/ -----Kor/or----------Konur Mynd 18. öðru máli. Þar kemur í ljós, að aðeins einn læknanna er með sér biðstofu fyrir sjúklinga sína. Hinir nýta biðstofur með öðrum læknum. Þetta verður að hafa í huga við mat á stærð þeirra. Þær eru 21 til 45 fermetrar að stærð. Um aðstoðarfólk heimilislækna kemur þetta í ljós: Aðeins 3 læknanna hafa að- stoðarstúlku í fullu starfi. Hinir hafa frá hálfri niður í einn sjötta af aðstoðar- stúlku á sínum vegum. Hjá öllum læknun- um sér hún um símaþjónustu, niðurröðun sjúklinga á viðtalstíma og um spjaldskrá. Allir þessir læknar starfa 5 daga vik- unnar á stofum sínum og flestir láta sjúkl- inga sína panta tíma. Átta heimilislæknanna geta látið alla þá sjúklinga, sem þess æskja, hafa viðtals- tíma samdægurs. Hjá einum þeirra er þó stundum eins til tveggja daga bið. Allir segja þeir þó, að sé sjúklingur í bráð- aðkallandi vanda, komist hann að sam- dægurs og er þá skotið inn í röðina. Tafla III sýnir tækjabúnað þessara heim- ilislækna. Auk hinna venjulegu tækja, sem enginn heimilislæknir getur án verið, svo sem hlustunarpípu blóðþrýstingsmæl- is, blóðrauðamælis, augn- og eyrnaspegils og skoðunarbekks, eru sjónprófunartöflur og áhöld til smærri aðgerða einu tækin, sem þeir allir eiga. Hitaskáp hafa einungis 3 og það eru einmitt þeir sömu og aðgang hafa að rannsóknarstofu í sama húsi og stofa þeirra er. Aðgang að Ekg-tækjum, smásjá og rectoscopi hafa aðeins fáir lækn- anna. Þessi ófullkomni tækjabúnaður heimilis- læknanna kemur enn betur í ljós, þegar skcðuð er tafla IV, sem segir til um þær rannsóknir, sem læknir framkvæmir sjálf- ur á stofu. Þar kemur í ljós, að blóðrauða- mæling er hin eina rannsókn, sem allir læknarnir gera. Sex þeirra nota indikator- miða til að ákvarða sykur og eggjahvítu í þvagi, en 5 mæla sökk og leita blóðs í saur. Þegar haft er í huga, að þeir 3, sem að- gang hafa að rannsóknarstofu, láta gera þessar rannsóknir þar, er ljóst, að ekki eru nema tvær mælingar, sem læknar framkvæma sjálfir á stofu sinni að stað- aldri. UMRÆÐUR I upphafi þessarar greinar var varpað fram nokkrum spurningum til íhugunar og jafnframt að nokkru leyti til úrlausnar. Er heimilislæknisþjónusta hófst í Reykjavík, sinntu læknar þeirri þjónustu jainhliða öðrum störfum, svo sem vinnu á sjúkrahúsum og öðrum læknisstörfum, er til féllu. í kringum 1960 varð nokkur breyting á störfum heimilislækna, því að þá mynd- aðist fyrsti vísir að ,,hreinum“ heimilis- lækningum í borginni. Árið 1967 urðu enn á ný þáttaskil. í samningum sjúkrahússlækna við ríki og borg var svo um hnútana búið, að sér- fræðingar, er unnu á sjúkrahúsum, mættu ekki hafa fleiri en 100 sjúklinga í sjúkra- samlagi. Það leiddi af sér, að hámarkstala

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.