Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 23

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 23
LÆKNABLAÐIÐ 71 TAFLA II (framh.)- 6 7 8 9 L L L L E E E E 1 með 1 með 1 með „kálf“ 1 „kálf“ „kálf“ 16 21 14 16 22 21 22 24 4 1 4 3 2/4 1 2/4 1/3 5 5 5 5 Sím Sím Sím Sím panta panta panta panta S S S S anir í heimahús, stundum langt fram á kvöld. Sjúklingar, er hann vitjar, eru oft dreifðir um stórt svæði og þarf hann því oft að fara langar leiðir. Benda má á, að frá árinu 1960 hefur búseta fólks færzt að verulegu leyti úr gömlu miðborginni í ný hverfi á ytri mörkum borgarsvæðisins. Fólki í Kópavogi og á Seltjarnarnesi hefur einnig fjölgað að mun á þessum ár- um. Við þetta hafa akstursleiðir læknanna til sjúklinga lengst til muna. Er heim kemur, bíða gjarnan nokkur skilaboð um að hringja til sjúklinga og jafnvel að fara í eina til tvær vitjanir til viðbótar. Þrátt fyrir skipulagða nætur- þjónustu er algengt, að fólk hringi um nætur. Þá verður heimilislæknirinn yfirleitt að bæta á sig vinnu annars starfsbróður, meðan sá er í sumarleyfi. Segja má því, að heimilislæknirinn verði að gjalda sum- arfrí sitt með tvöföldu vinnuálagi jafn- langan tíma. Að sjálfsögðu gildir hið sama, ef um veikindaforföll er að ræða. En hver er sú þjónusta, er heimilislækn- irinn veitir samlagsmönnum sínum? Ohætt mun að segja, að í flestum tilvikum sé reynt að leysa úr vanda allra þeirra, er til hans leita, samdægurs. í stöku tilfellum getur þó komið fyrir, að fólk þurfi að bíða í einn eða tvo daga, nema ef leysa þarf bráðan vanda sjúklings. Auk þessa skiptast heimilislæknar í Reykjavík á um að vera til viðtals á kvöld- in (kl. 19 til 21), um helgar og aðra frí- daga á göngudeild Landspítalans. Þá gegna margir þeirra kvöld-, nætur- og helgar- vaktþjónustu í borginni, sömuleiðis neyð- arvaktþjónustu að degi til, náist ekki til viðkomandi heimilislæknis. Nú er meðai- vinnutímafjöldi þessara 9 lækna 48% klst. í viku, en í könnun, sem gerð var í Osló 1970 kom í ljós, að meðalvinnutímafjöldi á viku hjá heimilislæknum þar var 43.2 klst.3 Hér hefur verið reynt með nokkrum orðum að gera grein fyrir starfsaðstöðu heimilislæknisins, bæði hvað aðstoð og húsnæði snertir, einnig í stórum dráttum fyrir þeirri þjónustu, er hann veitir sjúkl- ingum sínum. En þó er ekki með þessu öll sagan sögð, því að vissulega er margt á annan veg en vera ætti. Það verður ekki hjá því komizt að hugleiða, hvernig mál- um á þessu sviði yrði bezt hagað. Ljóst er af því, sem fram kemur í grein R^NNSÓKNIR GERÐAR A STOFUM 9 LÆKNA TAFLA IV Læknir nr. 1 2 Þvag sykur (stikk) X X Þvag prótein (stikk) X X Microscopera þvag X Blóðrauði (HgG) X X Sökk X Saurpróf X X 3 4 5 6 7 8 9 X X X X 6 X X X X 6 X X 3 X X X X X X X 9 X X X X 5 X X X 5

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.