Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 27

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 75 Mynd 3. Sjúklin&ur Nr. 2. A hliðarmyndum fellur æðagúllinn að mestu inn í aðalæðar. Nokkur lyfting sést á cer. media greinum, sem gefur grun um blæðingu inn í heila. Sjúklingur Nr. 3 (propositus): 21 árs kona, alsystir sjúklings Nr. 2 og dóttir sjúklings Nr. 1, var lögð inn á Taugasjúk- dómadeild Landspítalans 13.9. 1973 til rannsóknar vegna höfuðverkja, sem hún hafði haft meira og minna síðan í okt. 1972. Segist hún þá hafa veikzt nokkuð skyndilega með höfuðverk vinstra megin yfir auga og enni. Lyfjameðferð hafði ekki hjálpað henni. Nokkuð hafði borið á de- pression eftir að hún veiktist af höfuðverk og hafði hún greinilega miklar áhyggjur af því, að hún kynni að hafa sams konar æðagúl á heilaæð og faðir hennar og systir höfðu haft. Við skoðun á Taugadeildinni var hún fullkomlega áttuð á stað og stund, engin einkenni um taltruflun (dysfasi eða dys- arthri) og ekkert óeðlilegt fannst við taugaskoðanir. Heilarit var óeðlilegt með óreglulegri theta tiðni focalt vinstra megin temporalt. Hægri carotis communis angio- grafi sýndi grjónstóran æðagúl á art. cerebri media, einni af insular greinun- um. (Mynd 4). Mynd 4. Sjúklingur Nr. 3 (Propositus). Hægri carotis angiografi. Eðlileg fylling á intracerebral æðum, engin merki um spasma. Á skámynd kemur fram grjónstór æða- gúll á a. cerebri media, einni af insular greinum. Ekki önnur örugg merki um æða- gúl. Æðar eru nokkuð hlykkjóttar. Ekki var talið rétt að gera neitt frekar heldur fylgjast með sjúklingi. FREKARI UPPLÝSINGAR UM ÆTTINA (Mynd 5) I, Dó úr heilablóðfalli 60 ára. I2 Dó úr heilablóðfalli 67 ára. IIj Er við sæmilega heilsu 70 ára. II2 Fékk heilablóðfall 55 ára. Var eftir það „heilsulítill11 og dó 69 ára. Hefur eignast 4 börn, sem öll eru heilsugóð, en einn sonur verið slæmur af mi- graine í mörg ár.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.