Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 41

Læknablaðið - 01.04.1974, Page 41
LÆKNABLAÐIÐ 81 y- T° É-j .. rOIZh ijfic ré Ólafur Jensson og Sigurður Guðmundsson AMERISK-ISLENZK PELGER-FJÖLSKYLDA Sérkennilegri arfgengri kjarnamynd í kyrnikornum blóðsins, sem nefnist Pelger eða Pelger-Hiitt afbrigðið, var fyrst lýst hjá íslendingum í Læknablaðinu 1963.1 Þessi afbrigðilega kjarnamynd erfist á ríkjandi og ókynbundinn hátt. Kyrni- kornin eru sem næst öll með tveggja flipa eða staflaga kjarna, sem hefur í sér gróf- kekkjótt kromatin (sjá mynd 1 og 2). ítarlega greinargerð um Pelgerafbrigðið er að finna í doktorsritgerð Eggerts Ó. Jó- hannssonar.2 Engin rannsókn hefur örugg- lega staðfest samband milli Pelgerafbrigð- isins í arfblendnu (heterozygot) formi og sjúkdóma. Arfhreint form (homozygosis) hjá mönnum hefur afar sjaldan fundist, en er þekkt í kanínum. Hjá þeim dýrum getur arfhreina formið verið banvænt.2 Blóðbankinn í Reykjavík. Mynd 1. Pelger-kyrnikorn hjá móður. FJOLSKYLDAN Kona, sem vísað var í blóðrannsókn af sérfræðingi í kvennasjúkdómum, var greind með Pelgerafbirðið í rannsóknar- stofunni í Domus Medica. Hún er amer- ísk og gift íslenzkum manni. Þau eiga fjögur börn, tvær stúlkur og tvo drengi. Athuganir, sem gerðar voru á fjölskyld- unni, voru eftirfarandi: Blóðhagur með ítarlegri deilitalningu, blóðflokkar og nokkur arfgeng lífefnakerfi. NIÐURSTÖÐUR í töflu I eru skráðar niðurstöður um blóðhag og deilitalningu. Þar kemur fram aðaleinkenni hvítu blóðmyndar Pelger- afbrigðisins. Deilitalningin með flokkun eftir flipafjölda neutrofil kyrnikorna leið- Mynd 2. Pelger-kyrnikorn lijá syninum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.