Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1974, Side 46

Læknablaðið - 01.04.1974, Side 46
86 LÆKNABLAÐIÐ Mv M 1. mynd. Myndinni er ætlað að sýna á hverju RIA byggir. Jafnvægi bað, sem myndast í til- raunaglösun,um, er háð magni hvers einstaks efnis. Ef bekkt staðl.að magn er notað af Mvx og M, er Mv' eina óbekkta stærðin, og MvxM verður í öfugu hlutfalli við Mv- magnið í glasinu, b. e. aukið Mv ryður meiru Mvx burtu af viðtökum M (sjá lóðréttar örvar til hægri og vinstri). Þegar jafnvægi hefur náðst, eru efnin skilin sundur svar- andi til annarar hvorrar lóðréttu brotnu línunnar og má eftir b.að telja annan hvorn hlutann (b.undinn geislatóp eða óbundinn). Með lækktum staðlaupplausnum fæst nú hlutfallið (sjá 2. mynd) milli Mv og MvxM, sem sýnin eru svo miðuð við. — Mvx = geislamerktur mótefnavaki; Mv = mótefna-vaki; M = mótefni. allega verið notaðir við prótín og fjöl- peptíða, en H-3 og C-14 þar sem joðun verður ekki eins auðveldlega viðkomið, eins og t. d. á sterum. Joðun prótína er heldur einföld og fljótleg í framkvæmd. en krefst þó nákvæmni og árvekni. Hún er fólgin í súrun (oxidation) og síðan af- súrun (reduction). Joðunin gerist með þeim hætti, að joð kemur í stað vetnis á fenýlhring týrosína í nærstöðu (ortho- position), en joðið getur bundizt víðar. Nú er það eitt af grundvallaratriðum RIA, að merktu sameindirnar séu eins og þær ómerktu með tilliti til mótefnisins, því að ella minnkar sérhæfi mælingarinnar og næmi. Ef of mikið joð binzt sameindunum, minnkar hæfileiki þeirra til að bindast mótefninu. Við joðun verður einnig að varast að útsetja prótínin fyrir of mikla súrnun, en það getur valdið breytingum, sem minnka sérhæfi þeirra með tilliti til mótefnisins. Áðurnefndir joðtópar eru gammageislar- ar (senda frá sér gammageisla) og 1-131 er betageislari að auki. 1-131 hefur 8 daga helmingunartíma og 1-125 60 daga. Af þeirri ástæðu yrði að joða nokkuð oft, einkum með 1-131. Joðunaraðferðir, sem nú eru í notkun, gefa sérvirkni (specific activity, geislunarmagn á hverja þunga- einingu), sem er u. þ. b. 300uCi/pg prótín. Þeim mun meiri, sem sérvirknin er án

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.