Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1974, Síða 52

Læknablaðið - 01.04.1974, Síða 52
88 LÆKNABLAÐIÐ- Kostur viðarkolaaðferðarinnar er sá, að að- skilnaður á sér stað næstum samstundis, en ef tvöfalda mótefnisaðferðin er notuð, þarf að bíða jafnvægis í tvo daga. Margar aðrar aðferðir hafa verið notaðar til að- skilnaðar, en ekki er ástæða til að telja þær upp í þessu stutta yfirliti. Ein að- skilnaðartækni er þó svo athyglisverð og gefur slíkar vonir, að ekki verður framhjá henni gengið. Aðferð þessa mætti kalla fastefnisað- ferðina (solid state eða solid phase method). Hún er í því fólgin, að klæða mótefnin á fast efni, venjulega innra yfir- borð tilraunaglasanna, eða hnýta þau með efnafræðilegum aðferðum á önnur föst efni, t. d. cellulósa eða sephadex. Þegar mótefnið hefur verið meðhöndlað á þenn- an hátt, er ekki lengur þörf fyrir sérstakar aðskilnaðaraðferðir og kvíunartími er oft styttri. Með þessum aðferðum er fræði- lega mögulegt, að nota sama mótefnið aft- ur og aftur og eina eða tvær tegundir mót- efna hvort á eftir öðru fyrir sama mót- efnavakann. Þannig opnuðust leiðir til enn aukins sérhæfis og eins konar sjálfvirkni. GEISLAMÆLINGAR Lág greiningarmörk*) RIA byggjast, fyrir utan notkun mótefna, á framförum í tilbúningi geislamerktra efna og háþró- uðum tækjum til geislamælinga eða geisla- talninga. Há sérvirkni (mikil geislun fyr- ir hverja þungaeiningu) og talning lágrar geislunar (nokkur nanocurie) innan við- unandi skekkjumarka, þýða að nokkur píkógrömm af geislavirku efni nægja í hvert tilraunaglas. Þetta þýðir svo aftur, að minna þarf af mótefni og minna magn er unnt að mæla í sýnum. Tvenns konar tæki eru notuð til geisla- mælinganna sitt fyrir hvora tegund geisl- unar, beta og gamma. Tækin kallast sind- urteljarar, því að bæði telja þau einstaka geislunarviðburði, sem breytt hefur verið *) Orðið næmi (sensitivity) hefur verið notað til að tákna lág greiningarmörk (de- tection limits), en táknar i strangasta skiln- ingi hæfileikann til að greina milli slíkra mæl- ingargilda og táknar því aðeins greiningar- mörk, ef um er að ræða hæfileikann til að greina núllgildið frá jákvæðu gildi. í fótónur með svokölluðum sindurefnum (scintillatorum). Munur tækjanna er til- kominn vegna þess, að ólíka sindra (sind- urefni) þarf fyrir hvora geislun. Fyrir gammageislunina, sem er miklu meira gegnumfarandi geislun, eru notaðir natrí- umjoðíð krystallar, og eru þeir utan glasa þeirra, sem geislaefnið er talið í. Fyrir betageislunina verður hins vegar að nota vökvasindra, þ. e. sindurefni, sem leysist upp í einhverjum vökva ásamt geislaefn- inu, sem telja skal. Fötónurnar, sem myndast í vökvanum, komast síðan út úr glasinu í stað betageislanna, sem kveiktu þær. Við ljósmerkjum þessum eða sindrinu tekur nú mögnunartæki, sem kallast fó- tónumargfaldari (photomultiplier), sér- stök gerð af magnara, sem skilar ljós- merkjunum af sér í formi rafmagns með milljónfaldri orku fótónanna. Við raf- merkjunum tekur svo mismunandi flókið rafagnakerfi, sem að lokum skilar niður- stöðunum inn á sjálfvirkan prentara. Engum dettur í hug lengur að nota ann- að en sjálfvirkan sindurteljara, enda mundi það verða til að æra óstöðugan að sitja yfir talningu og helzt til dýrt spaug. Tæki þessi kosta eitthvað um £6000-9000 og er betateljarinn nokkuð dýrari. Hann er einnig talsvert dýrari í rekstri vegna glasa- og sindrakaupa. NÁKVÆMNI (ACCURACY) OG MARKVÍSI (PRECISION, REPRODUCABILITY) Eins og í öðrum mælingum, sem lagðar eru til grundvallar læknisfræðilegum ákvörðunum í greiningu og meðferð sjúkl- inga, þarf að kanna, hversu áreiðanleg mælingin er og hver eru skekkjumörk hennar. Nákvæmnin táknar, hversu ná- lægt niðurstöðurnar eru hinu raunveru- lega gildi efnisins, sem verið er að mæla. Þetta má kanna með ýmsum hætti, t. d. samanburði við viðurkenndar aðferðir og einnig með því, að mæla endurheimt efnis (mæling þekkts magns efnis, sem hefur verið bætt í sýni) úr upplausnum, sem efnið er venjulega mælt í, t. d. sermi. Nákvæmni er mest háð efnum þeim, sem notuð eru í staðla og merkjast með geisla- tópum. Þegar haft er í huga, að verið er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.