Læknablaðið - 01.08.1974, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ
109
Sigurður Björnsson, Guðmundur I. Eyjólfsson, Örn Smári Arnaldsson,
Þorgeir Þorgeirsson, Gunnar Gunnlaugsson
INSULSNÆXLII BRISI
Insulinæxli í brisi eru fremur sjaldgæf.
Alls mun hafa verið greint frá rúmlega
1000 tilfellum í læknaritum.40 Samkvæmt
spjaldskrá Rannsóknarstofu Háskóla Is-
lands í meinafræði er kunnugt um aðeins
5 æxli af þessu tagi hér á landi. Tvö hin
síðustu fundust á Borgarspítalanum á ár-
inu 1973 og eru tilefni þessarar greinar.
Sjúkdómseinkenni má að miklu leyti
rekja til truflana á heila- og taugastarf-
semi, en þessi líffæri eru sérlega næm
fyrir þeirri blóðsykurslækkun, sem of-
framleiðsla insulins veldur. Einkenni eru
þó oft óljós og margvísleg og greining iðu-
lega örðugleikum bundin cg vill dragast
á langinn. Þetta er því verra sem langur
sjúkdómsferill með langvinnum og sí-
endurteknum einkennum getur leitt til
varanlegra heilaskemmda. Hjá öðrum
þeirra sjúklinga, sem hér verður skýrt
frá, bar mest á geðrænum einkennum,
sem leiddu til meðferðar hjá geðlækni, en
hjá hinum líktist sjúkdómurinn flogaveiki
og krampar voru aðaleinkennið.
Tilgangur þessarar greinar er að kynna
þessi tvö tilfelli, vekja athygli á vissum
geð- og taugaeinkennum og benda á leið-
ir til greiningar og meðferðar.
SJÚKRASÖGUR
I: 33 ára kona var innlögð á lyflækn-
ingadeild Borgarspítalans í desember 1972.
Hún hafði verið hraust þar til haustið
1970, að hún var lögð inn á Landspítalann
vegna skyndilegs yfirliðakasts og gruns
um krampa. Nokkrum vikum fyrir þá inn-
lögn hafði hún orðið vör við dofatilfinn-
ingu í handleggjum af og til, ónot fyrir
bringspölum og þreytustrengi í höfði.
Skoðun og rannsóknir, þar á meðal heila-
línurit og mænuvökvarannsókn, leiddu
ekkert athugavert í ljós nema hvað
sykurþolspróf sýndi lág gildi (mynd 1).
Fastandi blóðsykur mældist 50 mg%. Hún
útskrifaðist eftir 10 daga rannsókn með
sjúkdómsgreininguna syncope, sennilega
vasovagal, og diabetes mellitus subclinicus
obs. Það var engin ættarsaga um fioga-
veiki eða sykursýki. Fljótlega eftir út-
skrift fékk hún endurtekin köst, sem lýstu
sér á margvíslegan hátt. Stóðu köstin allt
upp í fáeinar klukkustundir í senn og virt-
ust ekki standa í sambandi við máltíðir.
Þessi köst lýstu sér meðal annars með
mikilli óróa- og hræðslutilfinningu, önd-
unarerfiðleikum, hita- og kuldatilfinn-
ingu, skjálfta og titringi í útlimum og
fylgdi slappleiki á eftir. Ennfremur bar
á sjóntruflunum, svima og endurteknum
3 /Áí.yiiu-
>’"I %
>—• -—» Fyrri */■
•-.---. SCsnni jj-
bo 9o /Zo /So /to m/n,
Mynd 1. — Myndin sýnir 4 sykurþolspróf
á ýmsum tímum hjá fyrra sjúklingi og 1
sykurþolspróf hjá seinna sjúklingi. Flestir
teljá, að sykurþolspróf hafi litlu hlutverki
að gegna við greiningu insulinæxlis og gefi
villandi upplýsingar.