Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.08.1974, Síða 11

Læknablaðið - 01.08.1974, Síða 11
LÆKNABLAÐIÐ 113 vinstri og hægri. Hægra ljósop var örlítið ;stærra en hið vinstra. Hún kom eðlilega fyrir og gaf góðar upplýsingar. Hemo- globin mældist 90%, sökk 6 mm og í mænuvökva voru 14 frumur, globulin 0 og albumin minna en 1:10. Augnbotna- skoðun var eðlileg, röntgenmyndir af höf- uðkúpu sýndu osteoma í hnakkabeini. Loftencephalografia mistókst. Síðar á árinu lá hún á Landakoti, en ekkert nýtt kom í ljós við rannsókn þar. Við útskrift var sagt, að ætlunin væri að senda hana á Ríkisspítalann í Kaup- mannahöfn, og fór hún til Danmerkur 1950 eða 1951, en ekki finnast upplýsing- ar um hana í skjölum Ríkisspítalans þau ár. Hún mun hafa verið á heilsuhæli í Kaupmannahöfn um eins árs skeið, en þegar hún kom á Borgarspítalann 1973 var hún mjög minnislítil og mundi ógjörla, hvar hún dvaldi í Kaupmanna- höfn. Eftir að hún kom heim 1952 hætti hún að taka lyf við flogum, enda bar ekk- ert á þeim þar til 1955, að hún fékk eitt flcg. Síðan var hún einkennalaus þar til vorið 1973, en þá fékk hún nokkur flog, sem komu snemma á morgnana þegar hún var nývöknuð. í júní 1973 leitaði hún læknis vegna floga, en var ekki sett á lyf fyrr en í júlí, er hún var sett á Fenemal. Hún var lögð inn á Borgarspítalann í ágúst vegna stöðugra floga, sem ekki tókst að stöðva með stórum skömmtum af Fenemali og Diazepam. Við komu á Borgarspítalann var hún með góðan litarhátt og andaði eðlilega. Vöðvaspenna var þó aukin og við skoðun fékk hún krampa (grand mal). Henni var því strax gefið Fenytoin 150 mg auk syk- urupplausnar í æð. Hún fékk fljótlega meðvitun, svaraði ávarpi, en var þvöglu- mælt. Hún var ekki áttuð á stað eða stund. Hún var sköllótt eftir geisla við geitum í bernsku. Það fannst 3 cm harður hnútur aftan við vinstra eyra, sem fastur var við höfuðkúpu. Augnbotnar voru eðlilegir og ljósop jöfn með eðlilegri svörun við ljósi. Sinaviðbrögð voru auk- in og Babinski jákvæður báðum megin. Skoðun var annars eðlileg. Næstu daga var konan ákaflega sljó og ekki áttuð á stað né stund, en fjórum dög- Mynd 6. — Seinni sjúklingur: Æxlið mæld- ist aðeins 0.7 cm í þvermál og var skrælt út úr kirtlinum. Það var dökkbrúnt að Iit eins og fyrra æxlið. um síðar var hún sæmilega áttuð, en kvartaði um svima og mikið máttleysi. Þessi einkenni voru verst seinni hluta dags rétt fyrir kvöldverð. Hún var hress- ari á morgnana, en ákaflega minnislítil. Fastandi blóðsykur fjóra morgna mældist 30 mg%, 37 mg%, 30 mg% og 41 mg%. Þegar blóðsykur mældist 41 mg% var serum insulin 17 mikrog/ml.17 Röntgen- mynd af höfuðkúpu sýndi osteoma í hnakkabeini. Heilaskann var eðlilegt. Heilalínurit sýndi hratt „aktivitet", sem talið var stafa af Fenytoini, en engin stað- bundin fyrirbrigði eða einkenni um floga- veiki sáust. Aðrar rannsóknir reyndust eðlilegar. Vegna gruns um insulinæxli í brisi var gerð æðamynd (coeliac angiografia), sem var í fyrstu talin sýna óeðlilegar æðar í brishöfði, en við nánari athugun kom í ljós aukin upphleðsla á örlitlu svæði í bristaglinu (mynd 5). Aðgerð var gerð 6. september 1973. Brisið var losað og þuklað vandlega. Blá- bersstór hnútur fannst í kirtiltaglinu, sem hulinn var eðlilegum brisvef bæði að framan og aftan. Hnúturinn var þéttari átöku en brisið í kring og var skrældur út úr kirtlinum eftir að sprett hafði verið á vefinn yfir honum. Bristaglið var síðan einnig numið brott. Hnúturinn var dökk- brúnn á lit, nær hnöttóttur (mynd6). Vefjarannsókn staðfesti, að um insulin-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.