Læknablaðið - 01.08.1974, Page 48
134
LÆKNABLAÐIÐ
LÆKNABLAÐIÐ
THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL
Læknafclag íslands' og Llt
IJ Læknafclag Rcykjavikur
60. ARG. — MAI-AGUST 1974
NÝ RJÓÐFÉLAGSVIÐHORF OG
SIÐAREGLUR LÆKNA
í Hippokratesareiðnum, sem gerður var
fyrir 2400 árum og í öllum þeim endurskoð-
unum sem síðan hafa verið gerðar, er lýst
þeim grundvallarsjónarmiðum sem læknum
ber að hafa að leiðarljósi við störf sín. í
Hippokratesareiðnum voru fyrst og fremst
ákvæði um samskipti og skyldur læknis við
sjúklinga. í Genfarheiti Alþjóðalæknafélags-
ins (W.M.A.) frá 1948 er innleitt hugtakið
þjónusta ekki aðeins við sjúklinginn heldur
einnig við mannkynið.
Fer vel á þessu, því að hugmyndir manna
um grundvallarforsendur um heilbrigði hafa
breyst. Oss er nú Ijóst, að fleira er undir-
staða heilbrigði og hamingju þegnanna en
góð læknisþjónusta. Rjóðfélagslegar og
jafnvel menningarlegar aðstæður ráða þar
einnig miklu um. Læknirinn má því ekki ein-
angrast við ástundun sjúkdómsgreiningar og
læknisaðgerða. Hann verður að láta allt, sem
stuðlar að hag og heilbrigði þegnanna, til sín
taka.
Siðareglur lækna hafa einnig ávallt öðrum
þræði verið vinnureglur (etikettur) til leið-
beiningar í starfi.
Vegna hinna miklu framfara, sem orðið
hafa í læknavísindum hafa skapast mörg ný
og flókin etisk vandamál sem þjóðfélagið og
ekki síst læknastéttin verður að glíma við.
Af slíkum vandamálum má nefna fóstureyð-
ingrar, tilraunir á mönnum, líffæraflutninga,
cndurlífgun, líknardauða, eiturlyfjaneyslu,
notkun tölva í læknisstarfi, mengun, offjölg-
unarvandamál o.m.fl.
Við lausn á framangreindum vandamálum
verður ávallt að hafa grundvallaratriði siða-
reglna lækna í huga og halda þeim í heiðri.
Eigi að síður verða siðareglurnar að vera í
sífelldri endurskoðun vegna hinna nýju vanda-
mála og viðhorfa í læknisstarfinu, sem þær
þurfa að taka til. World Medical Association
(W.M.A.) hefur á undanförnum áratugum haft
frumkvæði að slíkri endurskoðun siðaregln-
anna. Með Genfarheitinu (Declaration of
Geneva) 1948 var gerð endurskoðun á Hippo-
kratesareiðnum, eins og áður er að vikið. Enn
frekari endurskoðun á Genfarheitinu var gerð
1968. Árið 1964 var á vegum W.M.A. komið
fram með „Declaration of Helsinki", þar sem
skilgreind eru ákvæði og leiðbeiningar til
lækna um kliniskar rannsóknir. „Declaration
of Sidney" var útgefin 1968 og inniheldur
ákvæði varðandi dauðann. Og 1970 sendu
samtökin frá sér „Declaration of Oslo“ sem
fjallar um fóstureyðingar.
Ekki verður komist hjá lagasetningu um
ýmis atriði, svo sem fóstureyðinar, líffærc-
flutninga o.m.fl. Kunna þá að koma upp sér-
stakar reglur í hverju landi fyrir sig ólíkt því
sem gildir um siðareglur lækna, sem verða
að njóta alþjóðlegrar viðurkenningar, eigi þær
að halda gildi sínu og standast alla þjóð-
félagsstrauma.
Fóstureyðingar
Læknafélag íslands hefur tekið afstöðu gegn
frjálsum fóstureyðingum, þ.e. fóstureyðingum
án medicinskra eða social ástæðna, meðal
annars á þeim forsendum, að læknar eigi
ekki að nauðsynjalausu að gera aðgerðir sem
geta haft í för með sér heilsutjón eða jafnvel
dauða.
í Genfarheiti lækna er skýrt ákvæði um
að lækni beri að virða mannslíf öllu fremur,
allt frá getnaði þess, enda láta ekki kúgast
til að beita læknisþekkingu gegn hugsjón
mannúðar og mannhelgi, eins og það er
orðað.
í framangreindu orðalagi felst sú skilgrein-
ing, að líta beri á frjóvgaða eggfrumu sem
mannslíf. Um þetta atriði eru skiptar skoð-
anir. Ekki er ágreiningur um að virða beri
mannslíf, heldur hitt, hvenær (á hvaða stigi)
beri að líta á fóstur sem mannslíf. Varðandi
afstöðuna til fóstureyðinga er þetta, frá
etisku sjónarmiði, grundvallarspurning.
Varla getur orðið ágreiningur um að líf-
vænlegu fóstri (28 vikur) beri sami réttur og
nýfæddu barni. Ef þetta er rétt ályktað, hefur
réttur fóstursins aukist nokkuð á s.l. 1000